Skoða

Fermingarterta fyrir stelpu

fermingarterta

Ég var svo heppin að fá að gera fermingartertu fyrir fermingu dóttur vinkonu minnar.  Þemað var bleikt, hvítt og gull og kakan átti að vera á nokkrum hæðum.

Stílhreinar skreytingar voru valdar í bland við sykurmassafígúru og nokkrar tegundir af blómum. Útkoman féll í kramið hjá fermingarstelpunni og passaði hún vel við skreytingar og annað sem boðið var upp á.

Kakan samanstendur af súkkulaðitertu, smjörkremi og sykurmassa.

fermingarterta

fullsizeoutput_e6ef

Fermingarterta fyrir stelpu

Það er alltaf gaman að

 • Prep Time: 6h
 • Cook Time: 1h 30m
 • Total Time: 7h 30m
 • Serves: 60
 • Yield: 1 kaka

Ingredients

Kakan er búin til úr:

 • 1 Svartur matartússpenni
 • 1/2 tsk tylos - til að herða sykurmassa
 • 1 brúnn matarlitur - fyrir hár
 • 1 andlitslitaður matarlitur
 • 200 g hvítur sykurmassi - sem er litaður
 • 1 Perluduft
 • 1 dós sykurperlur
 • 1 kg bleikur sykurmassi
 • 1 kg hvítur sykurmassi
 • 500 g smjörkrem
 • 3 hringlaga botnar
 • 1 bleikur/rauður matartússpenni

Skraut

  Instructions

  1. Þrír misstórir súkkulaðikökubotnar eru bakaðir. Unnið er með botnana í sinn hvoru lagi.

  Aðferð:

  1. Smjörkrem er sett á milli botnanna og utan um þá.
  2. Hver botn er þakinn sykurmassa. Til að munstra sykurmassann eins og sést á neðsta botninum þarf að nota sérstaka munsturmottu.
  3. Til að kakan haldist vel þá þarf að stinga kökuprikum í hvern kökubotn og setja pappadisk undir efstu tvo botnana. Gott að stinga einu löngu priki í gegnum efstu kökurnar.
  4. Kakan er skreytt með sykurmassablómum og sykurperlum.
  5. Fígúran sem er efst er búin til úr hertum sykurmassa.

  fermingarterta

  Kakan kom vel út á veisluborðinu. Prinsessustíll yfir henni og finnst mér perlurnar gera mikið ásamt sykurmassanum með munstrinu.

  IMG_5928

  Þegar kakan á að vera á nokkrum hæðum er fínt að hafa í huga að gera ráð fyrir platta undir efstu botnunum og festa þá með kökupriki (sem stungið er í gegnum botnana til að halda þeim).

  Perluborðinn er búinn til með sérstöku sílikonmóti, gulláferðin fæst með gulldufti.

  IMG_6034

  Það er svo gaman að gera sykurmassafígúrur, tekur reyndar sinn tíma en með æfingunni styttist tíminn. Ég reyni alltaf að hafa stytturnar í stíl við barnið sem á að fá kökuna, s.s. sami háralitur, auglitur o.s.frv. Styttan geymist vel svo það er hægt að varðveita hana eftir að kakan er búin.

  IMG_5916

  Ég læt fylgja myndir af fallegum bollakökum sem ég gerði einnig fyrir ferminguna.  Ótrúlegt hvað litlar sætar bollakökur gera mikið.

  Litlar bollakökur

  Related Posts