Skoða

Veskjakaka

Það er svo gaman að hanna kökuveski, finna munstur og lögun sem hentar fyrir þann sem kakan er gerð fyrir.

Kaka er skorin til eins og veski, smjörkrem sett á milli laga og utan um kökuna. Sykurmassinn er flattur út, í þessu tilfelli hvítur og munstur stimplað á massann með munsturmottu. Massinn er síðan settur á kökuna, snyrtur og að lokum spreyjaður með grænu perluspreyi.Hvítar sykurmassarenndur eru skornar út með sykurmassaskera, síðan festar með sykurmassalími á brúnir veksisins. Renndurnar eru síðan pikkaðar með oddhvössu áhaldi til að búa til sauma. Veskið er skreytt með sykurmassablóimi sem er búið til með sílikonmóti. Undir veskjakökunni  er ofnskúffustærð af köku sem er þakin með sykurmassa sem er munstraður með munsturmottu.

2 comments
  1. Þetta er flottasta fermingarterta sem ég hef séð þetta verður svo í fermingunni minni 🙂

  2. Þessi kaka var alveg einstök og sló algjörlega í gegn, og ekki skemdi bragðið fyrir.
    Það er sama hvað gert er á þessum bæ fermingartertur sendur fullur poki af bollum eða snúðum ekkert klikkar
    elsku kellurnar mínar.
    Bestu kveðjur eee ekki má gleyma köku sem baular
    Inger

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts