Skoða

Saumavélakaka

Þessi saumavélakaka er ein sú flóknasta sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Við erum mjög ánægðar með útkomuna.

Ert þú kannski saumakona??

Fyrirmyndin var PFAFF saumavél sem við eigum og til að fá rétt hlutföll var hún mæld í bak og fyrir. Já,  kökugerðalist er hellings stærðfræði.

Kakan var gerð í 4 bútum og sett saman með sérstökum bakka sem við létum gera fyrir okkur. Þykkir trékökupinnar halda kökunni uppi.

Saumavélin er hjúpuð með hvítum sykurmassa sem síðan er spreyjaður með perluspreyi.

Allir aukahlutir eru gerðir með gumpaste en það er massi sem harðnar fyrr en venjulegur sykurmassi. Hlutirnir eru litaðir með perludufti

Það er mjög erfitt að setja sykurmassa utan um köku sem þessa.  Það þurfti því að klippa hornin til að fá sykurmassan sléttari.  Kemur oft betur út en að reyna að jafna hann út.

Þykkir kökutrépinnar koma oft að góðum notum til að halda kökunum föstum saman.

Munstrið er málað með perlumálningu, algjör snilld, hægt að mála beint úr dósinni.  Silfurlitaðar perlur notaðar fyrir takkana.

Mjög gott að skipuleggja sig og undirbúa alla aukahluti en þeir eru límdir með sykurmassalími.

Hlutirnir eru margir hverjir skornir með fíngerðum sykurmassaskera.

Bottom, hnappa sílikonmótablóm notuð til að búa til blómatölurnar. Hlutirnir eru litaðir með perludufti.

Hlutirnir eru gerðir úr gumpaste eða sykurmassa sem búið er að bæta tylose í gott að láta standa yfir nótt.

Þetta er nú ekki ekta saumavél nema hafa vörunúmerið með. Stafirnir eru skrifaðir með matartússpenna.

Alltaf gaman að persónugera kökuna með nafni eða öðru skemmtilegu.

Vorum ótrúlega stoltar af þessari elsku!

 

 

7 comments
  1. Vá, þessi er æðisleg hjá ykkur 🙂 Kakan bókstaflega ögrar þyngdarlögmálinu 😉

  2. Þið megið sko alveg vera stoltar af þessari! Ótrúlega flott 🙂 Og alveg eins og saumavelin mín 😉

  3. Glæsilega gert og þið eruð alveg frábærir hönnuðir

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts