Skoða

Bismark ostakaka

Uppskrift:


200 g rjómaostur
½  bolli Dansukker-flórsykur
½ l rjómi
10 stk. Bismark-brjóstsykur (fínmulinn)

Botn:
½ pk. Pólókex (mulið)
½ bolli Homeblest-kex (mulið)
½ bolli smjör (brætt)

Aðferð:
Pólókex og Homeblest-kex mulið. Smjörið brætt og sett saman við. Sett í mót. Rjómaosti og flórsykri blandað saman og hrært vel. Þeyttur rjómi settur varlega út í. Að lokum er mulinn Bismark-brjóstsykur settur saman við. Þetta er sett ofan á kexbotninn. Skreytt með jarðarberjum og kívíi. Kælt. Má frysta.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts