Skoða

Hraunbita, kirsuberja ostakaka

Hraunbita, kirsuberja ostaterta – Algjört æði og svo einföld í gerð.

Hraunbita ostakaka með kirsuberjasósu

943459_10151644097264281_632295000_n

Botn:

2 kassar hraunbitar – muldir

Fylling:
4 dl rjómi
200 g rjómaostur
120 g flórsykur
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Rjóminn stífþeyttur og settur í skál til hliðar. Rjómaostur, flórsykur og vanilludropar settir í skálina og hrært vel saman. Rjómanum síðan blandað varlega saman við. Blandan sett yfir hraunbitamulninginn og kirsuberjasósu í fernu dreift yfir ostablönduna og kælt.

Einnig hægt að nota Rice Krispies botn í stað hraunbitanna. Uppskrift hér að neðan

Botn:
150 g toblerone súkkulaði
50 g síróp
25 g smjör
100 g Rice Krispies

Aðferð:
Súkkulaði, síróp og smjör brætt við vægan hita þar til allt er bráðnað og Rice Krispies sett saman við og hrært vel saman. Gott að hræra í af og til á meðan blandan kólnar til að losa allt í sundur. Sett í mót og fyllingin sett yfir og að lokum kirsuberjasósan og kælt. Má setja í frystinn og borða hálffrosið.

2 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts