Marengstertur eru alltaf jafn dásamlegar og slá oftar en ekki í gegn í boðinu.
Hér er á ferðinni hátíðarútgáfa af marengs þar sem marengsblandan er sprautuð með frönskum sprautustút. Matarlitur er penslaður í sprautupokann til að fá skemmtilegt útlit.
Uppskrfit:
Marengsbotn 30 cm (dugar fyrir rúmlega einn – fer eftir því hverstu stór hann er)
6 stk eggjahvítur
280 g DanSukker sykur
1 tsk vanudropar
1 msk edik
Aðferð:
Þeyttu eggjahvíturnar
Blandaður sykrinum smám saman saman við.
Þegar balndan er orðin stífþeytt blandar þú vanilludropum og ediki saman við og hrærir varlega saman við.
Settu matarlit í sprautupoka og sprautaðu marengsblöndunni á bökunarpappíor. Franskur stjörnustútur er notaður.
Marengsinn er bakaður við 130°C hita í 1 1/2 klst. Mjög gott að leyfa honum að vera í ofninum yfir nótt.
Fylling:
1/2 l rjómi – þeyttur
200 g creme brule skyr
1 tsk vanillusykur
2 stk mars – brytjuð
Aðferð:
Þeytið rjómann, blandið sykrinu, marsinu og vanilludropunum saman við.
Setjið rjómablöndun yfir marengsinn og skreytið með berjum og marssósu.
Massósa:
100 g suðusúkkulaði
1-2 stk mars
1/4 dl rjómi
Aðferð:
Setjið allt saman í pott, hitið þar til allt hefur bráðnað og hellið yfir marengsinn.