Skoða

Ljúffengar rjómabollur

Þessi uppskrift er einstaklega góð. Bollurnar verða stökkar að utan en dúnmjúkar að innan. Gerist varla betra!

Uppskrift

800 g hveiti

45 g pressuger

2 dl mjólk

1 dl vatn

100 g smjör/smjörlíki

2 stk egg

½ dl sykur

¾ tsk salt

3 tsk kardimommudropar

Aðferð:

Hitið mjólk og vatn (ylvolgt)  og setjið saman við pressugerið og látið standa í 2 mín. Þurrefnin sett í skál og gerblandan sett saman við ásamt bræddu smjörlíki, eggjum og kardimommudropunum. Hnoðað vel saman. Látið hefast í 1 klst.  Mótaðar kúlur sem eru settar bökunarpappír  (aðeins þrýst ofan á hverja kúlu ) Látið hefast í ½ tíma og bakað við 180 °C í c.a. 12 mín.

6 comments
  1. Verður maður að nota pressuger, ef ég notar hitt hvað þarf þá mikið af því?

  2. Girnilegar bollur 🙂
    En einn pakki af þurrgeri á að vera jafnt og 50 gr af pressugeri. Og það hefur allavega alltaf gengið hjá mér 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts