Skoða

Bolludagsbollur 2

Uppskrift:
2   stk egg
½  dl sykur
½  tsk salt
2   tsk kardimommudropar
100 g smjörlíki
10   dl hveiti
2  msk þurrger
3  dl volgt vatn
  • Bakað við 180°C í c.a. 20 mín.
Aðferð:
  1. Egg, sykur og salt hrært vel saman í hrærivélaskál.
  2. Hveiti, þurrgeri og volgu vatni bætt út í og hrært vel saman.
  3. Brætt smjörlíki og kardimommudropar, hrært saman við.
  4. Látið lyfta sér í skál í 1 til 2 klst. Plastpoki eða viskustykki sett  yfir skálina á meðan deigið lyftir sér.
2 comments
  1. Elsku Peta þegar ég sé bollurnar minnist ég þín með hlíu og þakklæti fyrir bollurnar sem þú sendir mér eitt sinn það gleymist ekki og eins allar bollurnar sem ég og dætur mínar borðuðum á Reynigrundinni með mikilli ánægju. Góðar kveðjur Peta mín og takk fyrir allt Inger

  2. Bakaði þessa uppskrift i gær og var að setja inn i þær aðan og þær eru æðislegar :o)
    Kveðja. Guðbjörg

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts