Skoða

Kökupinnar

 

Geggjuð form til að gera nýjar og spennandi kökuhugmyndir

 

Ég er búin að bíða svo spennt eftir að geta prófað nýju kökuþrýstimótin sem við hjá mömmur.is erum að byrja að selja í vefverslun okkar.  Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með fyrstu prófraunina en ég gerði fjórar gerðir af kökupinnum með mismunandi innihaldi.

Hver kökupinni er eins og nokkrir kökubitar og er ferlega gaman að blanda saman mismunandi bragði og hráefni.

Skerf fyrir skref:

1. Súkkulaðikaka skorin með hringjamóti og sett í mótið.

2. Jarðarberjarjóma sprautað með sprautupoka og stút ofan á súkkulaðikökuhringinn.

3. Svamptertubotn skorinn með hringjamóti og settur ofan á smjörkremið.

 

4. Jaðarberjarjóma sprautað ofan á svamptertuhringinn.

 

5. Súkkulaðikaka skorin í hring með hringjamóti og sett yfir.

6. Jarðarberjarjóma sprautað yfir súkkulaðikökuhringinn.

7. Skreytt að vild en hér er notað Nóa Kropp.

8. Lokið sett yfir til en þannig er auðveldara að geyma kökupinnana.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts