Skoða

Bounty Marengs

Þessi er algjört yndi – Bragðið dásamlegt

IMG_2543

Uppskrift fyrir tvo botna.  

4 eggjahvítur

1/4 tsp cream of tartar

250 g sykur

Bleikur matarlitur

Aðferð: 

Eggjahvíturnar og cream of tartar er þeytt mjög vel saman.  Sykrinum síðan blandað smátt og smátt saman við. Matarlitnum blandað saman við. Þeytt þar til blandan er stífþeytt. Blandan sett á bökunarpappír, tveir botnar mótaðir. Bakað í um 50 mínútur  við 135 gráða hita.  Látið standa í lokuðum ofni í 1 klst áður en botninn er tekinn út.

Fylling: 

350 ml rjómi

2 stór bounty

1 askja jarðarber

Karamellusósa – keypt tilbúin út úr búð

Aðferð: Rjóminn þeyttur, bounty og jarðarber skorið í niður, blandað saman við rjómann.  Rjóminn er settur yfir annan botninn og karamellusósu hellt yfir rjómann. Efri botninn settur yfir.

IMG_2528

Related Posts