Skoða

Epla Oreo marengs

Það má með sanni segja að ég svífi um á bleiku skýi eftir heimsókn mína í Raftækjaverslunina Rafland en þar má finna eitt mesta úrval KitchenAid hrærivéla og fylgi- og aukahluta á Íslandi.

Ég hafði ímyndað mér að það væri nokkuð auðvelt að finna þann lit á hrærivél sem hentaði mér best en þegar í búðina var komið tók litadýrðin á móti mér og hreifst ég að öllum þeim hrærivélum sem á vegi mínum urðu. Ég gleymdi mér um stund og féll í stafi.

kitchenaid

Þegar ég hafði skoðað alla litina á hrærivélunum sem voru í boði var einn litur sem augun mín leituðu alltaf til.  Það kannski kemur ekki á óvart en það var þessi fallegi silkibleiki litur en hann er einmitt nýr litur á KitchenAid hrærivélunum. Ég stóðst hann engan vegin og féll gjörsamlega fyrir honum. Ég er búin að dásama þessa fallegu KitchenAid hrærivél síðan.

Kitchenaid2

Gordjöss er hún, draumur í dós. 

Þegar heim var komið gat ég ekki beðið eftir því að prófa hrærivélina svo ég ákvað að skella í Marengstertu. Hrærivélin stóðst svo sannarlega væntingar mínar, hljóðlát og vinnur vel úr hráefnunum. Það finnst mér skipta miklu máli.

Ég fékk mér einnig glerskál sem passar fyrir hrærivélin á en hana er hægt að kaupa sér.  Glerskálin er algjör snilld. Það sem er hægt að gleyma sér yfir því að horfa á hráefnin blandast saman eða þeytast í henni.

Allir sem elska að baka ættu að fá sér glerskálina, svo þægilegt að geta verið með tvær skálar þegar mikið stendur til.

fullsizeoutput_10f97

Fyrsta kakan sem unnin var í hrærivélinni var bleik marengsterta.

Þessi marengsterta slær öllu við en fyllingin á milli er dásamleg. Eplin gera mikið en það er alltaf gott að setja eitthvað ferskt á móti sæta bragðinu í marengsnum.

Epla marengs

Epla marengs

Epla Oreo marengs

Epli koma ótrúlega vel út  í marengstertum. Oreokexið hentar líkaa vel með eplunum.

fullsizeoutput_10f94

Eplin brytjuð og Oreokexið saxað.

fullsizeoutput_10f9a

Glerskálin er algjört æði.

Eggjahvíturnar eru þeyttar og sykrinum síðan blandað saman við (smám saman). Að lokum er lyftidufti blandað varlega saman við.

Epla oreo marengs

Rjómafyllingin er fersk með eplunum og Oreokexið gefur virkilega gott bragð.

 

fullsizeoutput_10f91

fullsizeoutput_10f93

Til að búa til rósamunstrið er stjörnustúturinn 1M notaður, hann settur í sprautupoka sem síðar er pennslaður með matarlit.  Marengsblandan er síðan sett í pokann og rósirnar búnar til með því að sprauta í miðjuna og fara hringinn.

fullsizeoutput_10f86

Epla Oreo marengs

fullsizeoutput_10f78

Þessi færsla er unnin í samstarfi við verslunina Rafland og KitchenAid á Íslandi. Rafland er staðsett á Síðumúla 2-4. 

Related Posts