Skoða

Gulrótar bollakaka

Uppskrift:

2 ¼ bolli hveiti
1 ½ bolli ljós  púðursykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
½ tsk salt
1 ½ bolli rifnar gulrætur
3/4 bolli olía
4 stór egg, við stofuhita
¾ bolli valhnetum (má sleppa)
1 ½ tsk vanilludropar

Aðferð:
1.    Hveiti , púðursykur, lyftiduft, kanill og salt sett í stóra skál.
2.    Gulrætur, olía, egg og vanilludropar sett í litla skál. Hrært vel saman.
3.    Gulrótar og hveitiblandan hrærð vel saman.
4.    Valhneturnar eru settar saman við blönduna ef á að nota þær.
5.    Blandan er sett í bréfform og síðan í cupcakes bökunarmót og bökuð í 16-18 mínútur við 165°C. C.a. 18 kökur. Kökurnar eru kældar í 5 mínútur og þá teknar úr bökunarmótinu.

5 comments
  1. Hvort er þetta miðað við amerísku (250 ml) eða bresku (235 ml) bollamálin?

  2. ég var að baka þessa og notaði 1 bolli = 2,5 dl , og hún kom rosa vel út ótrúlega góðar með betty crocker vanillu kremi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts