Skoða

Hello Kitty kökupinnar

Það þarf ekki alltaf að gera flóknar kökur til að slá í gegn.  Þessir Hello kitty kökupinnar eru svo fljótlegir að hálfa væri nóg.  Í þessa hugmynd er notuð 22 cm tilbúin súkkulaðikaka sem er mulin í skál og 4 msk af smjörkremi blandað saman við.  Pinnarnir eru hjúpaði með hvítu súkkulaði sem ég reyndar bætti hvítu matarlitardufti útí til að gera hvítara (súkkulaðið er alltaf aðeins gullitað)  pinnarnir eru látnir þorna og þeir síðan skreyttir með sykurmassaslaufu sem er búin til með sílikonmóti, svörtum sykurmassahringjum fyrir augu og nef og svörtum matartússpenna til að teikna veiðihárin.

 

Uppskrift:

28 cm kökubotn, hægt að velja hvaða botn sem er

4 msk krem t.d. smjörkrem 

 

Leiðbeiningar á myndum

 

Hér er notað litað súkkulaði en í Hello Kitty kökupinnunum þarf að nota hvítt súkkulaði sem er litað með hvítu matarlitadufti.

 

6 comments
  1. Pingback: Mömmur.is
  2. Pingback: Mömmur.is

Comments are closed.

Related Posts