Skoða

Hello Kitty

Hello Kitty er alltaf jafn vinsæll kostur fyrir barnaafmælið

Fæ margar fyrirspurnir um köku sem lítur vel út og tekur stuttan tíma að gera.   Hello Kitty er einmitt þannig kaka.

Ég nota sjaldan sérstök fígúru bökunarmót, finnst þau oft á tíðum lítið notuð og lítill tilgangur að kaupa eitthvað sem maður notar einu sinni og jafnvel aldrei aftur.

Ég hef frekar kostið að teikna upp fígúruna á smjörpappír, klippi formið út og síðan festi ég það á ofnskúffustærð af súkkulaðiköku og sker meðfram.  Þannig kökur misheppnast sjaldan. Afgangurinn af súkkulaðikökunni má til dæmis nota til að gera kökupinna.

Þessi Hello Kitty kaka var einmitt gerð þannig. Gerð úr súkkulaðiköku og smjörkremi. Kakan er hjúpuð með hvítum sykurmassa sem er lituð með snjódrift perludufti.

Blómin eru skorin út með bollakökublómaskera, sykurmassalím sem hentar vel með glimmeri er sett á blómin til að festa glimmerið.  Elska svona Bling, bling

 

Einu sinni prófað, getur ekki hætt. Perluduft gefa alveg órtúlega fallega áferð.

Tannstönglar notaðir til að búa til veiðihár. LItuð með matarlitatúss

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts