Skoða

Kornflexkökur

Börnum þykir alltaf gott að fá hvers konar kornflex kökur. Þessar kökur eru gerðar úr Kellogs kornflexi. Einnig hægt að nota Rice Krispies. Það má vel móta kökurnar á hvaða máta sem er.

Það er mjög einfalt að búa til Kornflexkökur og hráefnin eru fá. Súkkulaði, síróp, smjör og kornflex. Einfaldara gerist það ekki.
Síróp, smjör og súkkulaði brætt á pönnu eða í potti. Passa að blandan sjóði ekki.
Þegar allt er bráðnað er hægt að blanda kornflexinu saman við.
Passa að kornflexið blandist vel saman við súkkulaðiblönduna.
Kornflexblanda
Fullkomin blanda er glansandi og hvorki þunn né þykk.
Kornflexkökur
Gott að setja muffinsformin í muffinsbökunarform en þannig haldast kökurnar eins.

Uppskrift fyrir ca. 10-12 muffinskökur

  • 140 g síróp
  • 150 g súkkulaði – Ég nota súkkulaðihjúp sem ég kaupi í Bónus
  • 70 g smjör
  • 100 g Kellogs kornflex

Aðferð:

  1. Bræddu síróp, súkkulaði og smjör í potti við miðlungshita þar til allt hefur bráðnað. Passaðu að það sjóði ekki í blöndunni.
  2. Blandaðu kornflexinu saman við og hrærðu vel saman við súkkulaðiblönduna.
  3. Settu blönduna í muffinsmót.
Kornflexkökur

Mæli með að þið fylgið mér á Instagram en þar fylgi ég eftir uppskriftunum hér á mömmur.is

https://www.instagram.com/p/B-kErA9AxVB/?utm_source=ig_web_copy_link
4 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts