Ég fæ aldrei nóg af fallegum litum. Í þessari hugmynd er ég að prófa násamlega kökuskrautið sem er með bragði. Kökuskrautið hentar einstaklega vel til að skreyta kökupinna, bollakökur og smjörkremskökur og kemur það í mismunandi litum.
Skrautið gefur kökupinnunum líf og lyktin og bragðið er dásamlegt þegar skrautið er komið á. Þetta er eitthvað sem sannir kökupinnasnillingar verða að prófa. Ég lofa því að þið verðið ekki svikin þegar skrautið er komið á!!
Hægt er að velja þá kökupinnauppskrift sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum.
Þeir sem vilja kynna sér kökupinnagerð enn frekar er bent á kökupinnnámskeið sem við hjá mömmur.is höldum í Hagkaupum. Hægt að hafa samband í gegnum netfangið mommur@mommur og panta eitt slíkt. Tökum við hópum frá 8-12 manns.