Skoða

Skúffukaka sem er svo góð

Langaði svo mikið í skúffuköku um daginn. Það var þannig veður að það var alveg tilvalið að skella í eina.

Á svo ótrúlega góðar minningar um skúffukökur að þær hverfa seint.  Man eftir mér og vinkonum mínum þegar við vorum á unglingsaldri að hringja á milli og bjóða í skúffukökur.

Finnst frábært þegar krakkar fá tækifæri til að baka sjálf og prófa sig áfram.  Þannig hófst einmitt minn bökunaráhugi.

Þegar ég geri skúffuköku þá nota ég oftast sömu uppskriftina. Ákvað í þetta skiptið að breyta aðeins til.

Fann eina uppskrift á heimasíðunni eldhússögur.com. Uppskriftin er nokkuð svipuð þeirri sem ég geri oftast en aðeins einfaldari í undirbúningi. Ég breytti uppskriftinni lítillega.

Mæli hiklaust með henni.

Uppskrift sem dugar fyrir ca. 28 cm form

2 dl púðursykur

170 gr smjör, brætt

2 egg

5 dl hveiti

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

1 dl vatn, sjóðandi heitt

2 tsk. vanilludropar

1 dl. kakó, sigtað

2 ½ dl súrmjólk

Aðferð:

Hitið ofninn í 200 gráður.

  1. Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins.
  2. Hrærið saman öllum hráefnunum, fyrir utan vatnið,  þar til deigið verður slétt. Gætið þess að hræra ekki of lengi.
  3. Bætið heita vatninu við og hrærið í þar til það hefur blandast deiginu.
  4. Hellið deginu í smurt bökunarform og bakið í miðjum ofni í ca 20-30 mínútur eða þar til kakan hefur losnað frá köntunum.

Kökukrem :

 

  • 150 gr smjör, mjúkt
  • 200 gr flórsykur
  • 4 msk kakó
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk glókósi eða síróp

Hrærið smjörið þar til það er orðið kremkennt. Sigtið flórsykur og kakó saman og blandið því síðan smátt og smátt við smjörið. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta við örlítilli mjólk. Hrærið að lokum sírópi eða glókósa blandað saman við. Smyrjið kreminu á kalda kökuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts