Skoða

Kókós súkkulaðidraumur

Æðisleg kókós súkkulaðiakaka

Verð nú að viðurkenna að ég elska að gæða mér á ljúffengum kökum.  Þessi er fljótleg tekur ca. 20 mínútur að undirbúa deigð og 20 mínútur að baka hana.  Hentar því vel þegar þú hefur lítinn tíma.

Hvernig væri að prófa?

Uppskriftin:

150 g hveiti

40 g kakó

295 g sykur

135 g kókósmjöl

200 g smjör brætt

1/2 ts vanilludropar

2 egg

2 msk kókósmjöl til að skreyta

Aðferð:

  1. Hveiti og kókó er sett saman í skál og hrært saman.  Sykrinum og kókósmjölinu er blandað saman við.
  2. Smjörið er brætt og látið kólna aðeins. Vanilludroparnir settir saman við ásamt eggjunum. Trésleif hentar vel til að hræra þessu saman.
  3. Smjörblöndunni er hellt í miðjuna á þurrefnunum og öllu hrært vel saman.
  4. Blandan er síðan sett í smurt mót ca. 28 cm, líka gott að setja bökunarpappír undir.
  5. Kakan er bökuð í 20 mínútur við 180 gráða hita.

Krem:

310 g flórsykur

4 msk kakó

60 g smjör, linað

2 msk heitt vatn

Aðferð:

Flórsykur og kókó blandað saman í hrærivélaskál. Smjörinu er blandað saman við og heita vatninu þar yfir.  Öllu hrært saman. Kremið er síðan sett á kökuna þegar hún hefur náð að kólna.

Deiginu komið fyrir í forminu  og kakan bökuð í 20 mínútur, passa sig að hafa hana ekki lengur en það.

Kremið tilbúið og hægt að setja yfir kökuna ásamt kókósmjöli

Nú er bara að skera og gæða sér á kökunni.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts