Skoða

Skúffukaka

Afmælissúkka
Þessi uppskrift er frekar fín, blaut og ómótstæðilega góð.

Ofnskúffustærð:

Þurrefnin saman í eina skál:

 • 500 g hveiti
 • 200 g  sykur
 • 200 g púðursykur
 • 10 msk kakó
 • 2 tsk matarsódi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt

Vökvinn settur í aðra skál:

 • 4 egg
 • 1 1/2 bolli nýmjólk
 • 1 bolli súrmjólk
 • 250 g brætt smjör, kælt aðeins. Einnig hægt að nota olíu í staðinn fyrir smjörið.
 • 3 tsk vanilludropar

Ofninn hitaður í 175  gráður.

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál. Vökvanum ásamt eggjunum í aðra skál. Hrærið með pískara þar til allt hefur blandast vel saman. Smyrjið ofnskúffu og hellið deiginu í skúffuna.
Bakið í 25- 30 mínútur eða þar til deigið er bakað í gegn.

Smjörkrem

(Þetta er stór uppskrift sem hentar til að  skreyta köku sem er á stærð við ofnskúffu)

500 g  smjör
400 g  flórsykur
2 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp

Aðferð:

Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst, bætið kakói útí og hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.

Svart krem:

 • Til að búa til svart krem þarf að nota svartan matarlit ásamt kakói. Þannig næst svartari litur á kremið.

Hvítt krem:

 • Smjörkrem er alltaf aðeins gulleitt og getur verið gott að nota þeytta eggjahvítu í stað eggjarauðunnar. Þannig verður kremið hvítara. Það er einnig  hægt að kaupa hvítan matarlit.
17 comments
 1. Takk fyrir að deila þessari uppskrift en hvernig krem setjið þið á milli?

 2. hvar fæ eg upppskrift að smjörkremi var að spá i að setja sykurmassa á þessa ? væri það ekki bara fínt?

 3. notið þið blástur á þessa, eða er hitinn gefin upp án blásturs?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts