• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Piparkökuhúsadrottning Íslands
    • Ólabakarí
    • Jensínuhús – Piparkökuhús
  • Jólabakstur
    • Piparkökuhúsa uppskrift
    • BingókúluSörur
    • Guðdómlegar smákökur
    • Súkkulaðibitasmákökur (hrært)
    • Hvítur draumur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
    • Ferming
      • Fermingarveislan
      • Fermingarnar nálgast
      • Fermingarkaka
      • Fermingarskreytingar
      • Kransakaka
      • Brauðtertur
      • Smáréttir
  • Bakstursráð
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Bollur
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun
  • Piparkökuhúsaskreyting á aðventunni

July 7, 2012

Súkkulaðimuffins með Marskremi

Fb-Button

Ég er ein af þeim og kannski þú líka sem elskar súkkulaði. Ég hef lengi verið að leita að hinni fullkomnu súkkulaðimuffins þegar ég datt inn á þessa dásamlegu uppskrift.  Upprunalega uppskriftin er án súkkulaðibita en ég stóðst ekki freistinguna að setja nokkra 70% Súkkulaðibita í deigið.

Súkkulaðimuffins með súkkulaðibitum: 

235 g hveiti

1 msk lyftiduft

1/8 tsk salt

125 ml soðið vatn

45 g kakó

125 g smjör (við stofuhita)

250 g Dan Sukker sykur

1 tsk vanilludropar

2 stór egg (við stofuhita)

180 ml Nýmjólk  (við stofuhita)

Aðferð:

1. Hveiti, salt og lyftiduft sett saman í skál, sett til hliðar.

2. Vatn soðið og kakó sett út í og hrært vel, látið kólna í smá stund.

3. Sykur, smjör og vanilludropar  þeytt vel þar til blandan er létt og ljós. Eggin sett út í eitt og eitt. Blandan hrærð í 3 mínútur.

4. Hveitiblöndunni blandað saman við og mjólkinni blandað saman í tveimur skömmtum. Hrærið varlega.

5. Kakóblöndunni hellt varlega saman við. Þeytið örlítið.

6. Blandan er sett í form og bökuð við 175 gráður yfir og undirhiti í ca. 20-25 mínútur.

Marskrem fyrir bollakökur

80 g súkkulaði, brytjað

1 Marsstykki

250 g flórsykur

250 g smjör (við stofuhita)

2 tsk Vanilludropar

60 ml rjómi (við stofuhita) (má sleppa)

Aðferð: 

Brytjaða súkkulaðið ásamt marsbitum er brætt yfir vatnsbaði, látið kólna. Flórsykur, smjör og vanilludropar þeytt vel saman þar til létt og ljóst. Bræddu súkkulaðinu síðan hellt saman við smjörblönduna ásamt rjómanum. Hrært vel saman.  

 

 

Litlu frænku finnst ekki leiðinlegt að fá að vera með stóru frænku að baka!!

Deigið í allri sinni dýrð!!

Ákvað að prófa þessi fáguðu form.

Ísskeiðin er ómissandi þegar ég er að setja deigið í formin, þannig fæ ég alltaf jafn stórar kökur og ekkert fyrir út fyrir 🙂

Sykurmassi og súkkulaðiskraut klikkar ekki!!

 

Fleiri færslur

  • BollakökukakaBollakökukaka
  • Gulrótar bollakakaGulrótar bollakaka
  • Fótbolta bollakakaFótbolta bollakaka
  • JólamuffinsJólamuffins
  • Fiðrilda bollakökurFiðrilda bollakökur
  • SúkkulaðibitamuffinsSúkkulaðibitamuffins
  • Dökkar súkklaðimuffinsDökkar súkklaðimuffins
  • Jarðarberjamúffur á páskumJarðarberjamúffur á páskum
  • Bollakökur – Hringlaga stúturBollakökur – Hringlaga stútur
  • Eggjalausar múffurEggjalausar múffur
  • Smarties muffinsSmarties muffins
  • VanillubollakökurVanillubollakökur

Filed Under: Kökurnar, Muffins, Uppskriftasafnið Tagged With: bollakaka, bollakökukrem, Marskrem, Súkkulaðimuffins

Reader Interactions

Comments

  1. Hundaelskandi!!!! :P :D :) ;) says

    July 15, 2012 at 16:29

    yummy!!!!!!!!! i luv chocolate!!!!

  2. einaðspurja says

    July 25, 2012 at 11:00

    þarf að vera nýmjólk? má ekki vera léttmjólk eða jafnvel undanrenna?

  3. mömmur.is says

    July 25, 2012 at 19:43

    Þú getur notað þá mjólk sem þú átt til!

  4. Edda says

    August 10, 2012 at 08:43

    á rjóminn í kreminu að vera þeyttur?

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks