• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Bollur
    • Vatnsdeigsbollur sem klikka ekki
    • Trompaðar vatnsdeigsbollur
    • Súkkulaðibollur með nutella og banönum
    • Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu
    • Súkkulaðibollur með Oreofyllingu
    • Mottumars rjómabollur
    • Vatnsdeigsbollur 2
    • Litríkar rjómabollur
    • Ljúffengar rjómabollur
    • Berlínarbollur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
  • Ferming
    • Fermingarveislan
    • Fermingarnar nálgast
    • Fermingarkaka
    • Fermingarskreytingar
    • Kransakaka
    • Brauðtertur
    • Smáréttir
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Bakstursráð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun

February 18, 2012

Berlínarbollur

Fb-Button

Hún er góð berlínarbollan!

Þegar ég var yngri var ávallt gerðar berlínarbollur og boðið upp á á sjálfan bolludaginn. Ég beið spennt eftir þessum öðruvísi og spennandi bollum en þó sérstaklega fannst mér fyllinging góð.

Þegar við gerðum þessar bollur varð litli molinn minn hann Marinó aldeilis hrifinn, var fljótur að grípa eina til að gæða sér á.

Uppskrift

600 g hveiti

25 g pressuger

50 g sykur

2 dl mjólk (volg)

80 g smjör (brætt)

½ tsk salt

¼ tsk hjartarsalt

2 stk egg

Jarðaberjasulta í fyllingu

Aðferð:

Öll þurrefni sett í skál. Smjörið brætt og mjólkin hituð. Mjólkin sett saman við pressugerið og látið standa í c.a. 2 mín. Sett saman við þurrefnin ásamt smjörlíki og mjólk. Hnoðað vel saman. Látið lyfta sér í 1 klst. Síðan er deigið flatt út og sulta sett á annan helminginn með jöfnu millibili  þannig að hægt verði að stinga út hringi með sultuna í miðjunni. Hinn helmingurinn af deiginu settur yfir og stungnir út hringir  með glasi þannig að sultan sé í miðjunni. Afgangur af deiginu hnoðaður saman og flatt eins út. Hringirnir látnir lyfta sér í  1/2 klukkustund. Bollurnar steiktar upp úr djúpsteikingarfeiti þar til þeir verða mátulega dökkir. Fært á mill á eldhúspappír svo feitin renni af og velt síðan upp úr sykri.

Fleiri færslur

  • VatnsdeigsbollurVatnsdeigsbollur
  • Mottumars rjómabollurMottumars rjómabollur
  • Ljúffengar rjómabollurLjúffengar rjómabollur
  • Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósuVatnsdeigsbollur með bingókúlusósu
  • Bolludagsbollur 2Bolludagsbollur 2
  • Vatnsdeigsbollur 2Vatnsdeigsbollur 2
  • Litríkar rjómabollurLitríkar rjómabollur
  • Súkkulaðibollur með OreofyllinguSúkkulaðibollur með Oreofyllingu
  • Súkkulaðibollur með nutella og banönumSúkkulaðibollur með nutella og banönum
  • Bolludagsbollur 1Bolludagsbollur 1
  • PrinessubollaPrinessubolla
  • Gómsætar kringlurGómsætar kringlur

Filed Under: Bollur, Kökurnar, Uppskriftasafnið Tagged With: berlínarbollur, bolludagsbollur, bolludagurinn

Reader Interactions

Comments

  1. Ingunn says

    February 18, 2012 at 18:57

    Takk fyrir þessa uppskrift 🙂 Þetta eru uppáhaldsbollurnar hennar Ísabellu en hún vill ekki sultu inní heldur eitthvað gult krem sem ég kann ekki að búa til.

  2. Elísa says

    February 19, 2012 at 04:47

    Það er Royal vanillubúðingur. 🙂

  3. Ingunn says

    February 19, 2012 at 06:14

    Nei, getur það verið, held samt ekki, þetta krem líkist meira svona kremi eins og er á vínarbrauði. Kaupum alltaf svona bollur á ströndinni í Portúgal 🙂

  4. Guðbjörg says

    February 19, 2012 at 08:57

    er Ísabella ekki að meina eggjakrem? gult svipað og er á vínarbrauðum

  5. Minnie says

    February 19, 2012 at 18:11

    Ég held að það heiti custard fylling

Leave a Reply Cancel reply

Fylgast með:
Facebook

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks