Frönsk bláberjasúkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðiakaka

Frönsk súkkulaðiakaka

Skrapp í berjamó um daginn og týndi safarík aðalbláber.

Prófaði aðsetja bláber í Frönsku súkkulaðikökuuppskriftina mína, útkoman var dásamleg, fersk og góð súkkulaðikaka

Uppskrift:

200 g súkkulaði 56% eða meira

200 g smjör

4 egg

250 g sykur

70 g hveiti

180 – 200 g bláber

Aðferð:

Súkkulaði og smjör er brætt saman og látið kólna. Egg og sykur þeytt vel saman. Þegar súkkulaðiblandan er búin að kólna er henni hellt saman við eggjablönduna.  Hveiti blandað saman, bláberin eru sett saman við í restina og hrærð varlega saman við. Sett í mót og bakað við 170 gráða hita í ca. 30-35 mínútur.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts