Skoða

Áramótapartý mömmur.is

Mér finnst mjög gaman að dekka borð og hafa fallegt þegar kemur að veislum eða matar- og kaffiboðum.  Um áramótin þá var slegið til veislu en það er eitt af mínum uppáhalds tilefnum.

Gull, silfur, svart og hvítt er alltaf svo flott og síðan er gaman að bæta uppáhaldslitnum sínum við – bleikum.

Skrautið og borðbúnaður er frá vefversluninni Confettisisters.is en þar er hægt að fá mikið úrval veislutengdra vara.  Elska þessa búð, hvet ykkur til að kíkja á úrvalið.

IMG_2025

Ég notaði svartan plastdúk undir og silfurlitaða renninga með en þannig kemur skemmtilegur stíll á borðið.

IMG_1738

Diskarnir koma 12 saman svartir, hvítir og silfraðir en servíetturnar eru tignarlegar með. Hreindýr eru alltaf svo falleg.  Gullglösin setja punktinn yfir i-ið og bleikar servíettur.

IMG_1865

Kirsuberja skyrrétturinn sló í gegn. Kannski því hann er svo einfaldur en bragðið er líka gott.

IMG_2002

Fönsku áramótasúkkulaðikaka gerir einnig mikið fyrir borðið. Dásamlega góð þessi.

IMG_1751

Snittur eru ómissandi. Hringjaskrautið og stjörnur eru skemmtileg viðbóð á borðinu.

Það er um að gera að leika sér þegar kemur að veislunni og vanda til verks með fallegum hlutum.

*Færslan er unnin í samstarfi við confettisisters.is

Related Posts