-Færslan er unnin í samstarfi við Rafland –
Ef þig langar til að búa til einstaklega áferðagóðan ís þá mæli ég með þessari uppskrift. Ísgerðarskálin frá KtichenAid finnst mér æði en að nota hana við ísgerð gerir mikið fyrir þéttleika íssins og áferð.
Mamam mín gerði alltaf heimagerðan ís við hátíðleg tilefni og hef ég því haldið þeim sið síðan þá. Ég nota yfirleitt grunnuppskrift móður minnar en bæti síðan við og breyti eftir þörfum.
Í þessari uppskrift saxa ég Toblerone-ið og súkkulaðiegg en þetta tvennt passar einstaklega vel saman.
Rjóminn, vanilludropar og Toblerone-ið er hitað að suðu ásamt sykri. Blandan er síðan kæld í um 30 mínútur áður en hún fer í skálina.
Ísgerðarskálin frá KitchenAid er algjört æði. Ég hefði ekki trúað því fyrr en ég fékk mér eina slíka hvað hún gerir ísinn silkimjúkan. Það er hægt að fá skálina í Raflandi Síðumúla 2-4 eða í vefverslun þeirra.
Í aprlíl er 3 fyrir 2 af öllum aukahlutum KitchenAid hrærivélanna en ísgerðarskálin er einmitt ein af aukahlutum hrærivélanna.
Skálin er kæld í um 15 klst áður en hún er notuð. Þegar ísblandan er tilbúin, þ.e. búið að kæla hana.
Blandan er þeytt í ca. 25 mínútur í skálinni en þá er ísinn tilbúinn. Einnig hægt að setja ísinn í form og fyrsta.
Get ekki lýst því hvað ísinn verður mjúkur og áferðin svo slétt og felld.
Ísskeið finnst mér algjört þarfaþing en gott að vera með góða skeið sem býr til fallegar kúlur.
Sælkerasósan er dásamleg með ísnum svo ekki sé minnst á að lauma nokkrum súkkulaðieggjum með.
Það er líka hægt að setja ísinn í bökunarmót og frysta. Hér sett ég súkkulaðisósuna yfir og bjó til munstur. Ég nota KitchenAid formkökumót til að geyma ísinn í en það eru uppáhaldsmótin mín þar sem þau eru gerðarleg og ísinn losnar fljótlega í þeim.