Skoða

kókósbollusprengja

Kókósbollusprengja er svo góð!

Ég hef gert svipaðan rétt og þennan síðan ég fór að búa en ætli einfaldleikinn og góða bragðið  hafi þá ekki ráðið för.

Uppskrift:

Mulinn maregnsbotn (tilbúinn eða heimagerður)

1/2 líter þeyttur rjómi

Lífræn Karamellu og jarðarberjasósa frá St. Dalfour (fæst í Hakgaup)

4 Kókósbollur

Jarðarber og vínber

Aðferð: Mulinn margengsbotn er settur í eldfastmót. Þeyttur rjóminn settur yfir ásamt jarðarberja- og karamellusósunni. Kókósbollunum stappað yfir og brytjuum ávöxtum dreift yfir réttinn.

 

2 comments
  1. Geri oft svipað og þetta. Marengsbotn, kókosbollur, rjómi og alls konar ávextir. Síðan á toppinn set ég svo niðurskorið Marssúkkulaði en set ekki sósu. Öllum finnst þetta gott 🙂

  2. Ég hef gert svipaðan rétt, marensbotn mulin, ég þeytti rjóma, síðan tek ég kremið innan úr kókósbollunum og blanda í rjómann dreyfi yfir marensinn, set allskonar ávexti vínber, jarðaber, bláber og kíví. Síðan set ég helling af nóa kroppi með ávöxtunum 😉 mmm þetta er besti réttur og ég geri hann oft þegar ég er með saumaklúbb 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts