Skoða

Æðibita skyrterta

Dásamlegt að eiga þessa einföldu skyrtertu í frystinum – klikkar ekki.

Uppskrift:  

Botninn: 

1 pk pólókex

10 stk æðibitar

100 g smjör

1 msk sykur

Fylling: 

1 stór dós jarðarberjaskyr

1/2 l rjómi 2 msk súkkulaðibúðingaduft (má sleppa)

100 g Milka oreo súkkulaði – mulið

Skraut: 

Bláberjasulta Rifið súkkulaði

Aðferð:  1. Pólókex og æðibitarnir eru muldir í matvinnsluvél. 2. Bráðið smjör blandað saman við ásamt sykri. Blandan er sett í botninn á eldföstu móti og bakað í ca. 10 mínútur við 175°gráða hita. 3. Rjóminn er þeyttur, skyrinu blandað varlega saman við. Muldu oreosúkkulaði hrært saman við ásamt súkkulaðibúðingadufti. 4. Tertan er skreytt með bláberjasultu og rifnu súkkulaði. 5. Tertan er kæld og borin fram köld.

IMG_1587

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts