Skoða

Sætar bleikar bollakökur

Litlar bollakökur

Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að skreyta eru litlar bollkökur.  Ég gef mér tíma í að finna réttu litina á bollakökuformin, passa upp á að formin séu úr gæða pappír og síðan fer ég að huga að bakstrinum. Rétta uppskriftin af kökunum skiptir máli en vanillubollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér.  Ég vil hafa þær mjúkar og helst ekki að þær festist við formin. Það þarf einnig að vanda til verks þegar kemur að kreminu. Passa að þeyta það nógu lengi til að réttur litur náist. Þar sem smjör er oftast notað er mikilvægt að “þeyta” vel til að ná gula litnum úr kreminu. Ég set rjóma í bollakökukremið til að fá fallega áferð.  Áhöldin skipta líka miklu máli. Ef þú átt sérstak bökurnarmót fyrir litlar bollakökur mæli ég með því, ísskeið/smákökuskreið er líka gott að eiga.

Nú hefst fjörið!

IMG_9335IMG_9349

Elska þessi gullform, sérlega falleg í fágaðar veislur eins og fermingar, skírn og brúðkaup.

IMG_9343

Baka og síðan er komið að skemmtilegasta hlutanum, að skreyta…

IMG_9353

Bollakökur

Þessar litlu bollakökur eru algjör dásemd, fallegar og bragðgóðar.

 • Prep Time: 12m
 • Cook Time: 18m
 • Total Time: 30m
 • Serves: 20
 • Yield: 30 bollakökur

Ingredients

Uppskrift

 • 2 stór egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 120 ml olía
 • 240 ml mjólk
 • 1 tsk salt
 • 3 tsk lyftiduft
 • 400 gr sykur
 • 325 gr hveiti
 • 240 ml vatn

Bollakökukrem

 • 250 grams smjör (linað við stofuhita)
 • 410 grams flórsykur
 • 2 msk rjómi
 • 2 tsk vanilludropar

Instructions

Bollakökur - aðferð:

 1. Þurrefnunum er blandað saman í skál.
 2. Mjólk, olíu, eggjum og vanilludropum blandað saman í skál og hrært varlega saman.
 3. Þurrefnunum er blandað saman við og hrært vel saman í hrærivél.
 4. Vatninu er blandað varlega saman við í lokinn.
 5. Deigið er sett í bollakökumót. C.a. 1 tsk í hvert mót ef notuð eru lítil bollakökumót en ca. 2 msk ef notuð eru stór bollakökuform (gott að miða við að fylla mótið að hálfu).
 6. Kökurnar eru bakaðar í ca. 18 mínútur við 165-170 °C hita.
 7. Kökunum er leyft að kólna áður en þær eru skreyttar með kremi.

Bollakökukrem - aðferð

 1. Linað smjör, flórsykur, rjómi og vanilludropar hrært vel saman í 3 mín. Hægt að nota aðrar bragðtegundir og skipta út fyrir vanilludropana. Gott að nota kremið sem fyrst.
 2. Kremið er sett í sprautupoka og 1m eða 2D sprautustútur notaður til að búa til fallegar rósir. Hægt að skreyta kökurnar með t.d. fíngerður kökuskrautskúlum.

Litlar bollakökur

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts