Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að skreyta eru litlar bollkökur. Ég gef mér tíma í að finna réttu litina á bollakökuformin, passa upp á að formin séu úr gæða pappír og síðan fer ég að huga að bakstrinum. Rétta uppskriftin af kökunum skiptir máli en vanillubollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég vil hafa þær mjúkar og helst ekki að þær festist við formin. Það þarf einnig að vanda til verks þegar kemur að kreminu. Passa að þeyta það nógu lengi til að réttur litur náist. Þar sem smjör er oftast notað er mikilvægt að “þeyta” vel til að ná gula litnum úr kreminu. Ég set rjóma í bollakökukremið til að fá fallega áferð. Áhöldin skipta líka miklu máli. Ef þú átt sérstak bökurnarmót fyrir litlar bollakökur mæli ég með því, ísskeið/smákökuskreið er líka gott að eiga.
Nú hefst fjörið!
Elska þessi gullform, sérlega falleg í fágaðar veislur eins og fermingar, skírn og brúðkaup.
Baka og síðan er komið að skemmtilegasta hlutanum, að skreyta…