Skoða

Páskamuffins

Lífið er yndislegt og allir gulir og glaðir um páskana.  Það má allvega segja um þessa tvo 5 ára vini sem biðu spenntir eftir að myndatökum lyki svo þeir gætu gætt sér á gómsætum muffins.

Mamman var nefnilega búin að vera að baka og þá er sko ekki gaman að þurfa að bíða.

Þessi uppskrift er voða góð, byggð á uppáhalds vanillubolalkökunum mínum.

 

Verð að láta þessa yndislegu myndir af yngri syni mínum og vini hans fylgja með. Börnin eru svo yndisleg í kringum góðgætið.

Mig langar svo í eina

Aðeins að stríða mömmu sinni, nei bara að plata

Svolítið mikil sól, erfitt að halda augunum opnum.  Er þetta ekki annars að verða búið mamma?

Ég ætla að fá þessa, en þú?

Nammi, namm þetta er svo gott.

Hvað. súkkulaði. Það er nú enn betra.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts