• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Piparkökuhúsadrottning Íslands
    • Ólabakarí
    • Jensínuhús – Piparkökuhús
  • Jólabakstur
    • Piparkökuhúsa uppskrift
    • BingókúluSörur
    • Guðdómlegar smákökur
    • Súkkulaðibitasmákökur (hrært)
    • Hvítur draumur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
    • Ferming
      • Fermingarveislan
      • Fermingarnar nálgast
      • Fermingarkaka
      • Fermingarskreytingar
      • Kransakaka
      • Brauðtertur
      • Smáréttir
  • Bakstursráð
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Bollur
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun
  • Piparkökuhúsaskreyting á aðventunni

February 18, 2013

MasterChef strákakvöld

Fb-Button

Það var glatt á hjalla á mínu heimili þegar ég efndi til MasterChef strákakvölds.  Það voru litlu herramennirnir mínir og vinur eldri sonar míns sem nutu góðs af.

Keppnin sló rækilega í gegn.

Síðustu föstudaga höfum við haft það kósý yfir þáttunum sjálfum og er spennan hjá drengjunum búin að magnast með hverjum þættinum.  Það var því tilvalið að efna til keppni og varð pítsa fyrir valinu.  Pítsur eru frekar einfaldar í framkvæmd og auðvelt fyrir strákana að útbúa þær.  Smá undirbúningur fyrir kvöldið en ég gerði pítsadeigið aðeins áður (má alveg eins kaupa tilbúna botna) og síðan skar  ég niður úrval af áleggi.

Þetta var hin mesta fjölskylduskemmtun og mæli ég hiklaust með að þið prófið.

Uppskrift sem mér finnst mjög góð kemur upphaflega frá meistarnum Jamie Oliver.

Uppskrift:

625 ml volgt vatn

30 g pressuger eða 21 g þurrger

2 msk sykur

2 msk olía

25 g salt

1 kg hveiti

Aðferð:

Vatn, ger, olía og sykur sett saman í skál og látið standa í smá stund. Saltið sett saman við ásamt hveitinu.  Hrært saman og síðan hnoðað. Látið lyfta sér í ca. 1 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldað sig. Deigið er skipt í nokkra búa, flatt út og látið lyfta sér í smá stund.  Bakað í ca. 20 mínútur  við 200° C heitan ofn.

Þetta var sko gæðastund sem lifir lengi í minnum drengjanna.  Þeir eru strax farnir að undirbúa næstu keppni.

Strákarnir fengu að fletja út deigið og velja það álegg sem þeir vildu. Ég hjálpaði þeim að baka herlegheitin.

Þeir voru ánægðir með útkomu og það sem meira var, þeir voru ótrúlega duglegir að prófa sig áfram með álegg og borðuðu pítsurnar með bestu lyst þrátt fyrir að ofan á þeim væri álegg sem þeir myndu venjulega sniðganga.

Stoltið skein úr hverju andliti, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Það var erfitt að vera dómari þar sem allar pítsurnar voru þrusugóðar.

 

Fleiri færslur

  • Brauðstangir mömmur.isBrauðstangir mömmur.is
  • HjartapítsaHjartapítsa
  • ReykjaskólasnúðarReykjaskólasnúðar
  • PítsasnúðarPítsasnúðar
  • SkinkuhornSkinkuhorn
  • SunnudagssnúðarSunnudagssnúðar
  • Gómsætar kringlurGómsætar kringlur
  • EplabollurEplabollur
  • Hello Kitty pítsaHello Kitty pítsa
  • SparilengjaSparilengja
  • JólasnúðatréJólasnúðatré
  • KókóssnúðarKókóssnúðar

Filed Under: Brauðmeti, Kökurnar, Mömmur mæla með, Uppskriftasafnið Tagged With: brauðdeig, gerdeig, Pítsa

Reader Interactions

Comments

  1. Sólrún Perla says

    February 18, 2013 at 17:35

    bíddu – bakaru pizzabotninn áður en þú setur áleggið á hann?

    Í hvað margar mínútur og svo hvað margar mínútur þegar áleggið er komið ofan á? 🙂

  2. mömmur.is says

    February 18, 2013 at 18:12

    Ég baka botnana alltaf aðeins áður en ég set áleggið á. Eitthvað sem ég hef vanist síðan ég var lítil. Ég set þá í ca. 10 mínútur, það er sérstök pízzastilling á ofninum sem ég nota. Síðan set ég sósuna og áleggið og hef hana í ca. 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn brúnn.

Leave a Reply Cancel reply

Fylgast með:
Facebook

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks