Skoða

Brauðstangir mömmur.is

Gott pítsadeig, brauðstangaolía frá IKEA og ostur er eina sem þarf í þessa uppskrift. Bestu brauðstangir sem ég hef smakka og hef ég nú smakkað þær margar.

Ef þú gerir deigið sjálf/ur þá er þessi uppskrift æðisleg:

625 ml volgt vatn

30 g pressuger eða 21 g þurrgerger ( ég nota pressuger sem ég kaupi eftir vigt í næsta bakaríi)

2 msk sykur  eða hunang

20 – 30 g salt

1 kg  hveiti

Aðferð:

Vatn, ger og sykur sett saman í skál. Saltið sett saman við ásamt hveitinu.  Hrært saman og síðan hnoðað. Látið lyfta sér í ca. 1 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldað sig. Mótið brauðstangir eins og sýnt er á myndum og  látið þær lyfta sér í ca. 10-15 mínútur. .  Bakað í ca. 12-15  mínútur við 200° C

Deigið er flatt út og brauðstangasósan smurð á það

Ostsneiðar látnar þekja deigið

Hver brún brotin að miðju

Sett á plötu með bökunarpappír á og skorið í hæfilegar lengjur, þó ekki alla leið

Brauðstangaolían smurð yfir

Látnar lyfta sér í 15 mínútur

Gott að bera fram með pítsasósu frá Hunts eða kaupa tilbúna brauðstangasósu á Pítsastað.

Eitt af uppáhaldi mínu!!!

9 comments
  1. Mjög girnilegt og ég á örugglega eftir að baka svona. En ertu með uppskriftina af brauðstangarolíunni ? Frábær síða hjá ykkur 🙂

  2. Vilborg, þessi olía er keypt í IKEA, þar í pizzudeildinni 🙂 er búin að kaupa sjálf og ætla að gera svona.

  3. ég væri alveg til í að fá uppskriftina af brauðstanarolíunni ef þið eruð með hana. bý erlendis og get þvi ekki skruppið í IKEA 🙁

  4. þarf maður heilann svona olíudall í eina uppskrift eða dugar dollan í fleiri ?? 🙂

  5. Hvernig munduru slummpa á aðeins minni uppskrift af brauðstöngunum ,er þetta nefla ekki frekar stór uppskrift ? 🙂

  6. Er ekki 20 – 30g af salti soldið mikið?
    Gerði þessa uppskrift í gær og þetta var óætt þetta var svo salt. Spurning hvort að það sé einhver prentvilla í uppskriftinni …

  7. Væri líka til í svona slump uppskrift af svona brauðstangaolíu þar sem ég bý líka erlendis. Þarf ekki að vera akkúrat 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts