Skoða

Töffaraterta

Hér er á ferðinni mjög einföld hönnun á köku. Raðið nokkrum litum af kassalaga sykurmassa og útkoman verður þessi fallega terta.

Toblerone rjómaterta er notuð í grunninn

Sykurmassi: Hvítur (1), blár (1/4), Svartur (1/4).

Fylling er sett á milli tveggja svamptertubotna, hvítur sykurmassi settur (3/4)  yfir. Kakan er  síðan skreytt með ferningum sem eru mismunandi á litinn.

Uppskrift:

Toblerone svamptertubotn ca. ofnskúffa

5 egg

220 g Dan Sukker sykur

200 g Kornax hveiti

100 g kartöflumjöl

1 1/2 tsk lyftiduft

150 g Tobleorne, smátt brytjað

Þeytið egg og sykur  vel saman og bætið þurrefnum og Toblerone varlega saman við. Hellið deiginu í ofnskúffu og bakið í 175 g heitum ofni í 18 – 20 mínútur.

Fylling:

2 stórar dósir niðursoðnar perur

1 l rjómi, þeyttur

150 g Toblerone, smátt brytjað

10-15 stk makkarónukökur, muldar

1 l rjómi

2 pk jarðarberjahlaupduft t.d. Jello (fæst í Hagkaupum)

Aðferð:

Brytjið perur og dreifið þeim yfir neðri botninn, bleytið aðeins í botninum með u.þ.b.  8-9 msk. af safanum. Blandið þeyttum rjóima, Toblerone og makkarónukökum saman og smyrjið yfir perurnar. Léttþeytið  1 l af rjóma og blandið jarðarberjahlaupdufti saman við., hrærið þar til rjóiminn þykknar en gætið þess að þeyta ekki of mikið. Smyrjið jarðarberjarjómanum ofan á Toblerone-rjómann og leggið svamptertubotn ofan á.

Skraut:

Rúmlega 1/4 l þeyttur rjómi

Tvöföld uppskrift af sykurmassa (2 pkar Haribo sykurpúðar, 2 pk flórsykur og 5 msk vatn )

Þeyttur rjóma smurt yfir kökuna, sykurmassinn flattur út og settur yfir. Kkan er skreytt með ferningum í mismunandi litum mæli með matalitum frá Squires Kitchen svartur og blár.  Stafamót eru notuð til að búa til stafina.

Styttan er hönnuð af Hrefnu Aradóttur

1 comment
  1. Langar svolítið til að vita hvernig þessi bleiki rjómi er gerður. er jellowið notað í hann?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts