Skoða

Frænkur.is

Á litla 5 ára frænku sem á sér þann draum heitastan að verða sykurmassakona eins og ég 🙂  Stóðst ekki mátið að leyfa þessari elsku að spreyta sig á massanum.

Þegar við erum saman í eldhúsinu þá köllum við okkur frænkur.is, elska þessa snúllu.

Læt uppskrifitna fylgja með til gamans.

Sykurmassi fyrir ca. 28 cm köku

1 poki 175 g haribo sykupúðar

475-500 g flórsykur

2,5 msk vatn.

Aðferð:

Sykurpúðarnir bræddir í smurðri glerskál ásamt vatinu.  Hitaðir í ca. 3-5 mínútur á hæsta styrk, hrært á milli á ca. 30 – 1 mínútna fresti.  Þegar sykurpúðarnir eru bræddir (líta út eins og búðingur) þá er helmingnum af flórsykrinum blandað saman við.  Borðplatan smurð með palmínfeiti eð criscofeiti, afganginum af flórsykrinum hellt á borðið og sykurpúðablöndunni þar yfir.  þetta er hnoðað vel saman.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts