Skoða

Kanínukrútt á páskum

Krúttleg kanína er eitthvað sem minnir okkur á páskana!

Kakan er gerð úr 1 ofnskúffu af súkkulaðiköku, botninn er  skorinn í tvennt, botninum staflað  með því að setja smjörkrem á milli. Til að fá kanínulag er kakan skorin til.

Kakan er þakin með tvöfaldri uppskrift af hvítum sykurmassa en til að fá fallegan ljóma á köuna var perludufti burstað yfir hana. Perluduftið gefur massanum eins og nafnið gefur til kynna  fallega perluáferð.

Kakan er skreytt með brúnum, svörtum og bleikum sykurmassa en þessa liti er hægt að gera eftir á með því að nota afganginn af hvíta sykurmassanum og lita hann. Best að hita hvíta bútinn örlítið til að auðvelda litunina. Ég mæli með að fólk noti einnota hanska þegar verið er að lita massa þar sem erfitt getur verið að ná honum af höndunum.

Grasið er gert með því að fletja út hvíta sykurmassalengju sem síðar er skorin eins og gras með sykurmassaskera. Grasið er litað með grænu perluspreyi en einnig hægt að lita bútinn með grænum matarlit.

Eyrun ásamt skrautinu sem er sett á kökuna er fest með sykurmassalími.

Lime grænum kristalsykri er sáldrað á bakkann til að fá skemmtilegra útlit.

Hér voru notuð skæri og klippt mörgum sinnum í kúlu. Fest með tannstöngli og sykurmassalími

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts