Skoða

Marmarakaka með marsbitum

IMG_7194

Þessar gömlu góðu uppskriftir klikka sjaldan.  Fjölskyldan mín veit fátt betra en að gæða sér á kökum eins og maramaraköku.

Ákvað að poppa aðeins upp á hana og bæta marsbitum saman við deigið.  Kom virkilega vel út.

Uppskrift:

240 g sykur

125 g smjör

3 egg

1 1/4 dl rjómi

250 g hveiti

1 tsk lyftiduft

2 tsk vanilludropar

2 marsstykki – brytjuð smátt

1 – 1 1/2 msk kakó – sett í hluta af deiginu (notað til að búa til munstur)

Karamellusósu hellt yfir

Aðferð:

Smjör og sykur þeytt vel saman, þar til ljóst og létt.  Eggjunum bætt saman við, eitt í senn, hrært vel á milli.  Hveiti, lyftidufti ásamt rjóma og vanilludropum blandað saman við. Marsbitarnir settir saman við deigið.

Takið frá 1/3 af deiginu og blandað kakói saman við.  Dökka deigið er notað til að búa til munstur.

1/3 af deiginu er sett í smurt hringlaga mót.  Síðan er dökka deigið sett ofan á og að lokum restin af hvíta deiginu þar yfir.  Til að fá munstur er hrært aðeins í miðjunni með gaffli.

Kakan er bökuð í 40 – 50 mínútur við 170 gráða hita.

IMG_7213

IMG_7221

IMG_7223

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts