-samstarf-
Brauðdeig
- 300 ml volgt vatn
- 12 g þurrger
- 2 msk olía
- 2 tsk sykur
- 2 tsk salt
- 500 g hveiti
Fylling
- 1 krukka Sacla pestó með sólþurrkuðum tómötum
- 1 pakki skinka – fínt skorin
- 1 pakki pepperoni – fínt skorið
- 1 poki rifinn ostur
Aðferð
- Settu þurrger, sykur og olíu í skál með volgu vatni.
- Hrærðu vel saman og blandaðu salti saman við.
- Bættu hveitinu saman við og hnoðaðu deigið í 5-10 mínútur.
- Deigið er látið lyfta sér í um 1 klst eða þar til það hefur tvöfaldað sig.
- Flettu deigið út og smurðu pestó yfir það.
- Sáldraðu skinku og pepperoni yfir ásamt rifnum osti.
- Rúllaðu deigið upp og skerðu í hæfilega stóra bita.
- Settu snúðana á bökunarplötu og bakaðu við 185 °C hita í um 18-20 mínútur.