Skoða

Undrabrauðið

Dásamlegt brauðdeig sem hægt er að á nota á marga vegu. Um að gera að nota ímyndunaraflið og hefjast handa.

Þurrgerið er sett í ylvolga mjólk og hrært vel saman. Leyft að standa í smá stund.
Hveiti og sykri er hrært saman ásamt salti. Mjólkurblandan með gerinu er blandað saman við.
Deigið er hoðað saman. Mjög gott að nota sköfu. Deigið er mjög blautt til að byrja með en það lagast því lengur sem unnið er með deigið. Smjörið er sett í miðjuna og hnoðað með.
Mótið kúlu úr deiginu og setjið í skál til að leyfa því að hefast í 40 mínútur.
Fletjið deigið út í hring og skiptið honum síðan í 16 jafna búta. Mótið kúlur og leyfið þeim að hefast í 15 mínútur.
Hver kúla er ca. 30-35 g. Stundum finnst með best að vigta allar kúlurnar til að hafa þær jafnar.
Mjög gott að leyfa bollunum að hefast undir viskustykki.
Hver kúla mótuð aftur og sett í bökunarmót með plasfilmu yfir. Bökunarmótið er 20X20. Leyft að lyfta sér í 40 mínútur. Sáldrið hveiti yfir.
Bakið við 150 gráða hita blástur í 18 mínútur.

Undrabrauð 16 bollur

Uppskrift:

  • 185 ml mjólk – ylvolg
  • 2 tsk þurrger
  • 250 g hveiti
  • 30 g sykur
  • 3 g salt – 1 tsk
  • 20 g smjör – mjúkt

Aðferð:

  1. Blandaðu þurrgerinu saman við mjólkina. Hrærðu vel í.
  2. Settu hveiti og sykur í skál ásamt saltinu. Blandaðu mjólkurblöndunni saman við. Hrærðu vel saman.
  3. Settu deigið á borðflöt eða mottu og haltu áfram að hnoða deigið saman. Mjög gott að nota sköfu. Deigið er mjög blautt til að byrja með en lagast eftir því sem það er unnið meira.
  4. Setjið mjúkt smjörið saman við og halið áfram að hnoða. Mjög gott að hnoða það í ca. 10 mínútur.
  5. Setjið deigið í skál og látið það lyfta sér í 40 mínútur.
  6. Fletjið deigið út með höndunum. Skiptið því í 16 jafna búta og mótið kúlur úr því. Látið kúlurnar lyfta sér undir viskustykki í 15 mínútur.
  7. Mótið kúlurnar aftur og setjið í bökunarmót 20X20 cm. Setjið plastfilmu yfir og látið lyfta sér í 40 mínútur.
  8. Bakið við 150 gráður (blástur) í 18 mínútur.

Related Posts