Dásamlegt brauðdeig sem hægt er að á nota á marga vegu. Um að gera að nota ímyndunaraflið og hefjast handa.
Undrabrauð 16 bollur
Uppskrift:
- 185 ml mjólk – ylvolg
- 2 tsk þurrger
- 250 g hveiti
- 30 g sykur
- 3 g salt – 1 tsk
- 20 g smjör – mjúkt
Aðferð:
- Blandaðu þurrgerinu saman við mjólkina. Hrærðu vel í.
- Settu hveiti og sykur í skál ásamt saltinu. Blandaðu mjólkurblöndunni saman við. Hrærðu vel saman.
- Settu deigið á borðflöt eða mottu og haltu áfram að hnoða deigið saman. Mjög gott að nota sköfu. Deigið er mjög blautt til að byrja með en lagast eftir því sem það er unnið meira.
- Setjið mjúkt smjörið saman við og halið áfram að hnoða. Mjög gott að hnoða það í ca. 10 mínútur.
- Setjið deigið í skál og látið það lyfta sér í 40 mínútur.
- Fletjið deigið út með höndunum. Skiptið því í 16 jafna búta og mótið kúlur úr því. Látið kúlurnar lyfta sér undir viskustykki í 15 mínútur.
- Mótið kúlurnar aftur og setjið í bökunarmót 20X20 cm. Setjið plastfilmu yfir og látið lyfta sér í 40 mínútur.
- Bakið við 150 gráður (blástur) í 18 mínútur.