Skoða

KitchenAid aukahlutir

-færslan er unnin í samstarfi við verslunina Rafland-

7718057008_IMG_0482

Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að ég er mikill aðdáandi KitchenAid. Eftir að hafa prófað djásnið þá var ekki aftur snúið.  Hrærivélarnar eru vandaðar og litirnir heilla auðvitað.

Aukahlutirnir sem fylgja gera mikið og hef ég verið dugleg að bæta við safnið mitt síðan ég fékk mína fyrstu hrærivél.

Hrærivélinni fylgir stálskál ásamt þeytara, hnoðara og hrærara. Einnig fylgir minni stálskál ásamt hveitirennu og önnur þurrefni.

í marsmánuði er 3 fyrir 2 af öllum aukahlutum KitchenAid í verslun Raflands síðumúla 2-4. Greitt er fyrir dýrari hlutina.  Þetta frábæra tilboð gildir einnig í vefverslun.

Ég ætla aðeins að sýna ykkur þá aukahluti sem ég er mjög hrifin af og finnst gera mikið fyrir hrærivélina, baksturinn og eldamennskuna.

 

fullsizeoutput_3f0d

Mér finnst alltaf gott að eiga nokkrar skálar en það skapast ef til vill af því að ég er oft að gera mikið í einu. Það er líka tilbreyting í nýjum lit eða skál úr öðru efni en þeirri sem fylgir.  Mér finnst þessi svarta keramik skál algjört æði en hún má fara í ofninn, frystinn og uppþvottavélina.  Skálin er til hér.

KitchenAid Skál

Hér setti ég ská lina í ofninn við 35°C hita og leyfði gerdeiginu að lyfta sér.

KitchenAid-aukahlutur

Sigti með vigt er líka algjör snilld. Þetta virkar þannig að þú getur vigtað hráefnin áður en þau fara í skálina.  Hráefnin eru síðan sigtuð áður en þau fara í skálina.  Þetta flýtir fyrir og bætir baksturinn til muna.

Það góða við þennan aukahlut er að það er hægt að taka hann í sundur og t.d. nota vigtina sér sem borðvigt.

KitchenAid-Vigt

KitchenAid-skál

Glerskálin sem hægt er að kaupa sér finnst mér algjört æði en það er fátt skemmtilegra en að geta séð það sem verið er að hræra, þeyta eða hnoða.  Skálinni fylgir lok en þannig er t.d. hægt að láta gerdeig lyfta sér.  Skálin fæst hér.

KIT-5KSMFPPC_1_494_350_2

Það næsta sem ég ætla að prófa er þriggja stykkja sett en þarna er um að ræða hakkavél, berjapressu og grænmetisrifjárn.  Ég hlakka til að prófa og segja ykkur frá.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts