Skoða

Besti frómasinn

Ananasfrómas

Þótt einkennilegt megi virðast þá er ég ekki alin upp við að fá möndlugraut eða Ris a L’amande möndlu á jólunum. Ég er alin upp við að gerður er frómas og súkkulaðirúsína sett í eina skálina en hún þjónar sama tilgangi og möndlugöfinn.

Ég ætla að gefa ykkur upp fjölskyldu uppskriftina að besta frómasnum eins ég leyfi mér að kalla hann því hann er dásamlega góður og flestum sem smakka hann finnst hann tær snilld.

Á mínu heimili er gerður ananas- og perufrómas. Uppskriftin er sú sama fyrir báðar tegundir fyrir utan safann.

Með þessari uppskrift óskum við hjá mömmur.is ykkur gleðilegra jóla með þökk fyrir liðið ár.  Megi nýtt ár fær ykkur mikla kökugleði 🙂

Uppskrift

4 egg

250 g Dan Sukker sykur

125 g vatn

10 matarlímsblöð  (1 pakki)

1/2 l rjómi

3 dl Del Monte ananassafi eða safi úr stórri dós  eða perusafi

Skreyting:

Ananas eða pera

Gull stjörnur, kökuskraut fæst í vefverslun.mommur og í Hagkaupsverslunum

Aðferð:

Matarlímsblöðin sett í skál og  látin liggja í smá stund í vatninu (sem er notað í uppskriftinni ) í ca. 10 mínútur, síðan er skálin sett yfir vatnsbað með því að hræra í því þar til að allt er orðið leyst upp. Kælt meðan verið er að vinna annað hráefni.  Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar. Egg  og sykur þeytt þar til það er orðið létt og ljóst. Rjóminn settur varlega saman við.  Safinn settur varlega saman við og að lokum þegar búið er að kæla matarlímsvökvann er hann settur varlega saman við en það þarf að passa að hræra allan tímann.  Blandan er sett í skál, skreyt t.d. með ananas eða perum og að lokum kældur í ísskáp.

 

Nammi, namm ég fæ bara vatn í munnin…

 

2 comments
  1. ég prufaði þessa uppskrift, nema ég skellti 3 dl af baileys í staðin fyrir safan. setti síðan muldar makkarónukökur og gróft skorin jarðarber í botnin á mótinu. mjög gott (o;

  2. Ég er alin upp við frómasinn. Við notum blandaða ávexti í hann (Del Monte) en mér finnst jólin ekki koma fyrr en ég er búin að gera hann 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts