Skoða

Lakkrístoppar og dásamlegar vörur frá Geysi

Það er fátt meira kósý en að staldra við, koma sér vel fyrir með gómsæta lakkrístoppa og hlýtt teppi frá Geysi.Geysir

Ég verð að setja að maður gefur sér sjaldan tíma til að slaka á og njóta. Á sama tíma er ég meðvituð um mikilvægi þess.

Ég heimsótti verslun Geysis heima á Skólavörðustíg um daginn en það má segja að það hafi verið góð upplifun því slakandi umhverfið og fallegar vörur tóku á móti mér. Geysir eru með ýmis hátíðartilboð í verslunum sínum.

Ég fékk mér ullarteppi, bleikt – þeir sem þekkja mig vita að bleikur er einn af mínum uppáhalds litum.  Teppið er á hátíðartilboði fram að jólum minni teppið með kögrum kostar nú 12.800 og stærra teppið sem ég valdi mér kostar nú 14.800.  Ullarteppin eru fáanleg í mörgum litum og eru úr íslenskri ull. Frábær jólagjöf.

IMG_9538

Þegar ég kom heim var ég fljót að kveikja upp í arninum, sækja mér góða bók og hjúfra mig upp í sófa með teppið bleika. Dásamlegt og ekki var verra að ég var með lakkrístoppa mér við hlið.

Í verslun Geysis er einnig hægt að fá fallegt handklæði í tveimur stærðum og fjórum litum. Handklæðalínan koma í búðir nú rétt fyrir jól og hafa verið mjög vinsæl.  Handklæðin eru mjúk og virkilega vegleg.  Þau eru einnig á hátíðartilboði 1 stórt og 1 lítið á 7000 kr en venjulega kostar stórt handklæði 5900 og lítið 2900.IMG_9533

Ég valdi mér dökkblá handklæði en mér finnst liturinn einstaklega djúpur og fallegur og passar vel inn á baðherbergið mitt.  Ég nældi mér í eitt kerti frá þeim í leiðinni með sérstökum hátíðarilm en það eru til fimm gerðir af lykt.

IMG_9809

IMG_9523

Geysir er einnig með sængurfatalínu en hún er dásamleg, svo falleg og litirnir vá.

 

Hér kemur uppskrift af góðum Lakkrístoppum en uppskriftin er fengin af Lakkrístoppspakkningu Nóa Síríus.

Lakkrístoppar

 • Prep Time: 20m
 • Cook Time: 20m
 • Total Time: 40m
 • Serves: 20
 • Yield: 30 stk

Ingredients

 • 3 stk eggjahvítur
 • 200 g púðursykur
 • 150 g lakkrístoppar
 • 150 g rjómasúkkuklaði

Instructions

 1. Eggjahvíturnar eru þeyttar og púðursykrinum síðan blandað saman við. Blandan er stífþeytt. Lakkrískruli og súkkulaði er blandað saman við.
 2. Teskeið er notuð til að setja blönduna á bökunarplötu. Lakkrístopparnir eru síðan bakaðir í um 20 mínútur við 150°C hita (blástur).

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Geysi 

Related Posts