Skoða

Hrærivélahugleiðingar

Hærivélin mín er eitt af mínum uppáhaldshlutum og ber ég mikla virðingu og ástúð fyrir henni en hana nota ég óspart við hvers kyns bakstur.

(myndin er fengin af heimasíðu (kenwood)

Að kaupa sér sína fyrstu hrærivél getur verið vandasamt en úrvalið er þó nokkuð og allar virðast þær sínum kostum gæddar.

Á þessum árstíma velta eflaust margir fyrir sér hvaða hrærivél sé best að fjárfesta í eða gefa í gjöf .

Það er erfitt fyrir mig að dæma hvaða tegund er best en ég hef átt Kenwood hærivél í 11 ár en ég fékk mína fyrstu í 20 ára afmælisgjöf. Eignaðist síðan aðra stærri og kraftmeiri þegar ég varð 30 ára.  Tók frá upphafi ástfóstri við Kenwood hrærivélina og þykir hún góð en get þó ekki sagt hvernig hún er í samanburði við aðrar tegundir þar sem ég hef ekki prófað þær. Móðir mín átti einnig Kenwood og má segja að ég hafi alist upp við að þessi gerð væri sú besta.

Ég get sagt að Kenwood er með djúpri og góðri skál, fullt af aukahlutum (sem maður kaupir sér smám saman), kraftmikil og lítur vel út. Það heyrist aðeins í henni og gæti hún því verið hljóðværari.

Á ferðalagi mínu í gegnum baksturinn hef ég heyrt frá í mörgum góðum húsmæðrum sem allar segja mér að Kitchenaid sé hin fullkomna hrærivél, eitthvað sem ég verð að prófa.  Ég hef heyrt fólk segja að ákveðinn stíll sé yfir þessari gerð af hrærivél sem geri hana svo hentuga og fallega, sú besta sem völ er á.

(Myndin er fengin af vef Kitchenaid)

Það sem ég veit líka er að það eru til  fleiri gerðir en þessar tvær sem ég er búin að nefna t.d. Bosch

Nú væri gaman að heyra í ykkur kæru notendur hvaða ykkur finnst um þær hrærivélar sem eru í boði hér á landi.  Hver veit nema ummæli ykkar hafi áhrif á þá sem eru í hrærivélahugleiðingum. 

 Hér má sjá myndband um Kenwood hrærivélina.

Hér má sjá myndband um Kitchenaid hrærivélina

 

9 comments
  1. Kitchen aid! Elska mína.. Mamma og amma eiga eru báðar búnar að eiga sínar í mörg mörg ár og altaf eru þær jafn æðislegar 😉

  2. Kenwood ekki spurning á eina sem ég hef notað í 26 ár , en vélin er 50 -60 ára og virkar vel 🙂

  3. KitchenAid er “Rollsinn” í flotanum, held að engin önnur komist með tærnar þar sem hún hefur hælana. Vinnur rosalega vel og er ekki allt of hávær 🙂

  4. KitchenAid er best ekki spurning minnsta bilurnarvandamál þar.Kenwood er svo hávær .

  5. KtichenAid! elska mína.

    Eina sem ég get sett út á hana er að þeytarinn nær oft ekki neðst úr botninum á skálinni en þá notar maður bara sleikju.

  6. KitchenAid langbest ekki spurning. Helena ég sá að það er komin ný teg. af hræru á KitschenAid með sleikju sem skefur hliðar og botn þegar hún hrærir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts