Skoða

Ballerínuterta

Blómleg og falleg ballerínuterta

Það er svo gaman að gera öðruvísi veislutertu. Þessi hugmynd er sniðug í stelpuveislu og gerir hún mikið fyrir veisluborðið.

Kakan er bökuð í blómalaga bökunarformum, smurð með smjörkremi og þakin bleikum og hvítum sykurmassa. Bleiki sykurmassinn er settur yfir stærri kökuna og hvíti sykurmassinn er flattur út á blómalaga munsturmottu og settur yfir efri kökuna. Hvíta kakan er síðan spreyjuð með perluspreyi.  Kökunar eru unnar hver í sínu lagi og síðan settar saman rétt fyrir veisluna.  Brúnu blómin sem eru sett með sykurmassalími í kringum kökuna eru búin til með sílikonmóti en ballerínan er einnig gerð með þannig móti.

5 comments
  1. Sæl.
    Setur þú einhverskonar pinna sem heldur uppi efri kökunni. Eða er í lagi að leggja hana bara beint á kökuna.

    Kv. Rósa

  2. Það má setja kökuprik í miðjuna á kökunni en það er líka allt í lagi að setja hana beint á kökuna. Ef ég kýs að gera það þá set ég stundum bökunarpappírshring undir og set kökuna ekki ofan á fyrr en rétt fyrir veisluna. Gangi þér vel.

  3. hæ kvar færð maður form til að gera svona munstur á sykumassan lángar mikið í svolis. ég fer svoltið oft á Akoeri er hæt að keupa ikvað þar firir sykumassipan
    kveðja Hólmfríður 🙂

  4. já takk firir. En kvar á Akureyri gæti ég keibt firir sikumasa
    kveðja Hólmfríður

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts