Skoða

Einn massaður

Það er erfitt að standast svona vöðvatröll.  Hvernig væri að skella í eina álíka köku og gleða vinina með henni?

Ofnskúffustærð af súkkulaðiköku er notuð í kökuna. Kakan er skorin út eftir móti sem er búið til úr smjörpappír. Vöðvar og útlínur eru búnar til úr afgöngunum. Smjörkrem er sett á milli og utan um kökuna. Húðlitaður sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna, betra að hafa hann þykkari en þynnri. Blár sykurmassi er notaður í nærbuxurnar og þær skreyttar broskörlum. Borskarlarnir eru búnir til með hringja mótum og skreyttar með matartússlitum. Hendurnar eru mótaðar með sykurmassa. Ólin á höndinni er búin til með svörtum sykurmassa og gaddarnir eru úr hvítum sykurmassa og litaðir með silfurdufti. Rósin er gerviblóm. Stafirnir eru búnir til með sérstökum stafamótum. Munsturskeri hjálpar til við að gera jafnar línur.

3 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts