Skoða

Vatnsblöðrur í afmælið

Það er fátt skemmtilegra en að leika sér með vatnsblöðrur.  Þegar veðrið er gott er góð hugmynd að kæla sig niður með vatnsblöðrustríði eða öðrum leikjum tengdum vatnsblöðrunum.

Ég hef oft verið í mesta basli að fylla á blöðrurnar og mæta eftirspurninni eftir fylltum blöðrum þegar strákarnir mínir fara í vatnsblöðrustríð.  Tekur óratíma að fylla á eina og eina blöðru.  Það var því algjör frelsun þegar ég rakst á þessar geggjuðu vatnsblöðrur í Toys a Rus. Veit að þær hafa einnig verið til í Costco og á erlendum síðum.

Þessar blöðrur virka þannig að hægt er að fylla á 100 blöðrur á um 1 mínútu. Annar kostur við þær er að maður þarf ekki að binda hnút egar þær eru tilbúnar heldur lokast blöðrurnar sjálfkrafa með teygju þegar þær eru orðnar fullar af vatni.

IMG_0897

Þetta fylgir í hverjum pakka. Reyndar sjást bara 3 litir en einnig fylgir grænn, 100 blöðrur samtals 25 í hverju bunkti.

IMG_0902

Blöðrunum er skrúfað á krana og vatnið látið leka á miðlungsstyrk.

vatnsblodrur

Þegar þær hafa fyllst af vatni þá detta þær sjálfkrafa af og þá er gott að hafa bala eða skál undir svo þær springi ekki á gólfinu.

vatnsblodrur

Nú hefst fjörið…

IMG_8119

Nú er bara að leika sér með blöðrurnar.  Það er alltaf vinsælt að fara í vatnsblöðrustríð þá er gott að miða við ákveðinn fjölda af vatnsblöðrum á mann t.d. byrja með 5 og síðan færa sig ofar eftir því hvað er eftir.  Mjög gott að staðsetja krakka og hafa skálina/fötuna með blöðrunum á miðjunni.  Þannig er jafnt tækifæri fyrir alla til að sækja sér blöðrur.  Síðan er bara að byrja.

IMG_0915vatnsblodrur

IMG_0913IMG_0916

Það er hægt að finna marga skemmtilega leikir þegar kemur að vatnsblöðrum. Einn vinsæll hópleikur gengur út á að hafa nokkur lið t.d. 2-4 saman og hvert lið heldur á handklæði.  Liðin standa á móti hvort öðru og lína höfð á milli.  Hvert lið á að passa upp á að blaðran springi ekki þeirra megin við strikið. Blöðrunum er henta á milli handaklæðanna (liðanna). Hægt að hafa fleiri en eina blöðru í gangi í hvert skipti.  Það lið vinnur sem nær að halda blöðrunni á handklæðinu sínu.

vatnsblodrur

IMG_8151

Á síðunni Hatvie má finna fleiri hugmyndir sem tengjast vatnsblöðrum.

*Þessi færsla er ekki kostuð. 

Related Posts