Rice Krispies kökur eru alltaf jafn góðar. Mér finnst gaman að bregða út af hinujm hefðbundnu kransakökum og gera eitthvað sem tengist áhugamáli þess sem heldur veisluna.
Strákurinn minn stundar golf og því tilvalið að móta golfpoka með því að raða jafn stórum hringjum saman þannig að poki myndast.
Það er hægt að fylla pokann með t.d. kúlulaga nammi eða móta kúlur úr Rice Krispies blöndunni.
Golfkylfurnar eru mótaðar úr sömu blöndu.
Uppskrftin sem fylgir hér með er sú sama og er notuð fyrir hefðbundna Rice Krispies kransaköku.
Það þarf því að passa upp á að gera 11 jafn stórar hringi, skreyta og festa síðan saman.