Skoða

Eplabollur

Uppskrift:

425 gr Kornax hveiti
1/2 tsk salt
1 pk þurrger
1 tsk kanill
25 gr púðursykur
125 ml vatn
125 ml mjólk
4 msk olía

Aðferð: Þurrefni sett í skál. Vatn og mjólk hituð þar til blandan verður ylvolg. Sett saman við deigið og hnoðað vel saman. Látið lyfta sér í 10 til 15 mín. Skiptið deiginu í c.a. 12 búta. Opnið hvern bút til hálfs og setjið epli,  marsipanbút  og kanilsykur  í  hverja bollu og lokað vel. ( Má líka raspa epli og marsipan og hnoða saman við deigið þá þarf jafnvel smá hveiti í viðbót svo deigið verði ekki of blautt) Sett á bökunarpappír á plötu með sárið  á bollunum niður. Bakað við 180°C í 20 – 30 mín

Fylling:

300 gr Odense marsipan
1 stk epli skorið í bita
kanilsykur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts