Skoða

Gómsætar kringlur

IMG_3036

Það er fátt betra en að gæða sér á ljúffengu heimabökuðu brauðmeti þegar kemur að kaffitímanum.

Þessi uppskrift kemur mjög vel út.

Uppskrift: 

300 ml vatn

325 ml mjólk

21 g þurrger

2 msk sykur

2 msk olía

15 g kúmen

1 egg

25 g salt

1 kg hveiti.

Aðferð:

Volgri mjólk og vatni er hellt í skál ásamt þurrgeri, sykri, kúmeni og olíu.  Blöndunni leift að standa í 5 mínútur og þá er eggi og salti blandað saman við.  Að lokum er hveitinu hrært saman við þar til deigkúla hefur myndast.  Deigið er hnoðað vel og látið lyfta sér í ca. 60 mínútur.  Kringlur eða brauðbollur mótaðar úr deiginu, látið hefa sig aftur í 30 mínútur. Síðan eru þær bakaðar  í ca. 12 – 15 mínútur við 180 gráða hita

 

IMG_3036

IMG_3049

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts