Skoða

Eurovision stemning í kvöld

Í kvöld er Eurovison og því tilvalið að skella í nokkra einfalda rétti sem henta fyrir kvöldið.

Elska stemninguna sem fylgir en ég hef oftar en ekki haldið upp á afmælið mitt þetta sama kvöld. Svo heppin að keppnin er yfirleitt haldin í kringum miðjan maí og hittir oft á afmælið mitt 16.maí.

Í kvöld ætlum við systir mín að halda upp á afmælið saman en það eru þrír dagar á milli afmælanna.  Bara stuð, léttar veitingar í bland við gúmmulaðiköku er málið.

.

Doritos Kjúklingasalat (nánari leiðbeiningar hér:)

Uppskrift:

Steiktir kjúklingabitar í strimlum

Barbeque hunangssósa

Rauð paprika

3 tómatar, taka kjarnan úr

Gúrka

Klettasalat (keypt blandað í pokum)

Icebergsalat eða lambahagssalat

3 msk olía frá dós af Fetaosti með sólþurkuðum tómötum

Doritos

Ristaðar furuhnetur

Salthnetur (má sleppa)

Aðferð:

Kjúklingastrimlarnir steiktir. Barbequesósunni blandað saman við og hituð með. Salatið gert klárt. Klettasalatið sett í skál, tómatar og gúrka skorið í fallega bita. Furuhneturnar ristaðar á pönnu og síðan  settar saman við. Fetaostaolíunni blandað saman við og að lokum Doritosflögum sáldra gróft yfir.

Elska þessa tortillaköku, hægt að útfæra hana á ýmsa vegu. Hér er þó uppskriftin sem ég nota oftast.  Hæfilegt að gera tertuna tilbúna 1 klukkutíma áður en hún er borin fram. Annars verður hún of blaut.

Hér má sjá myndband af gerð kökunnar, algjör snilld.

Litrík og sumarleg tortillakaka

Uppskriftin er hér: (myndrænar leiðbeiningar hér:

Uppskrift:

1 pakki orginal tortilla kökur (6 í pakka)

Fylling:
1 stór appelsínugul paprika
1 stór rauð paprika
1 stór gul paprika
10 cm blað laukur
1/2 stk rauðlaukur (lítill)
1 1/2 gúrka (miðjan tekin úr)
1 dós blaðlauks ídýfa
1 dós sýrður rjómi 18 %
1 1/2 dós salsasósa, mild
1 poki mozzarella ostur
1/2 poki dorítos

Aðferð:
Grænmetið saxað smátt og blandað saman í skál. Sýrður rjómi og blaðlaukur blandaður saman.
Samsetning:
Tortillakaka, salsaósu smurð yfir kökuna, blaðlauksblandan sett yfir, grænmeti og rifinn ostur. Þetta er endurtekið þar til síðasta kakan er sett á. Þar er sett afgang af blaðlausblöndunni og Doritos ofan á.

Ídýfur klikka ekki á þessu spennandi kvöldi þar sem snakk flæðir um allt húsið.

Hér er einföld ein æðislega góð ídýfa: hér eru nánari leiðbeiningar

Sweet chilli ídýfa

1 dós af sýrðum rjóma (10 % eða 18% hentar vel)

Sweet chilli sósa

Aðferð:

Sýrðum rjóma komið fyrir á disk eða skál.  Sweet chilli sósunni helt yfir.

Borðast með Doritos

Brauðteningar – einu sinni smakkað getur ekki hætt

 

Það sem þarf:

2 rúllutertubrauð

Bergbys sinnep (fæst í Nóatúni og krónunni)

Majónes

Skinkymyrja

Rautt pestó

Skinka (finnst líka gott að hafa hunangsskinkku á milli)

Ostur

Kál

Aðferð:

Fyrsta lag: Smyrja brauðið með majonesi, sætu sinnepi (mælum með Bergbys).

Annað lag: Majones smurt undir (fer ofan á fyrsta lag). Skinkumyrja og rautt pestó er smurt ofan á. Skinka sett þar ofan á, síðan ostur og kál. Gott að setja sinnep á milli.

Þriðja lag: Skinkumyrja er smurð undir. Ofan á er majónes smurt á og skinka sett ofan á. Alltaf gott að setja smá sinnep (það gefur svo gott bragð).

Fjórða lag: Majónesi er smurt undir brauðið. Ofan á er smá olívuolía smurt á.

 

Fönsk súkkulaðikaka með karamellusósu –  algjört gúmmelaði

150 g smjör

150 g rjómasúkkulaði (NóiSírius)

125 g sykur

50 g púðursykur

3 stk egg

40 g hveiti

2 tsk kakó

½ tsk lyftiduft

50 g hvítir súkkulaðidropar (má sleppa )

Karamellusósa Rikku eða önnur sambærileg (einnig hægt að bræða t.d. 30 töggur í 1 dl rjóma)

Aðferð:

Smjör og rjómasúkkulaði brætt við vægan hita og kælt.

Egg, sykur og púðursykur þeytt vel saman.

Smjörsúkkulaðiblöndunni hrært varlega saman við eggjahræruna .

Þurrefnunum blandað varlega saman við  og hvítu súkkulaðidroparnir settir út í að lokum.

Blandan sett í c.a. 28 cm bökunarform. Karmellusósunni hellt yfir hér og þar og þetta síðan bakað við 170°C í 30-35 mín.

Borið fram með rjóma eða ís.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts