Skoða

Grísk píta

Heimabökuð píta er það besta sem ég fæ, skemmtilegt að gera þær og ómótstæðilegt að borða þær þegar þær koma heitar úr ofninum.

Pítur sóma sér vel innan um allar sætu veitingarnar.

Mjög sniðugt að gera litlar pítur þannig að þær fari vel í hendi sem nokkrir munnbitar í afmælum, veislum, og klúbbum.

Þessa uppskrift hef ég haldið upp á síðan ég var krakki en ég fékk uppskriftina í heimlisfræðikennslunni í skólanum mínum.

Uppskrift:

4 dl volgt vatn

4 tsk þurrger

2 msk olía

1/2 tsk salt

2 tsk  Dan Sukker sykur

9 dl hveiti

 

Aðferð:

Ofninn hitaður 220 – 250°c

Gerið er leyst upp í vatninu, olíu, sykri blandað saman við. hveitinu og saltinu er blandað smátt og smátt saman við. Deigið hnoðað og látið lyfta sér á hlýjum stað í ca. 10-20 mínútur.  Þegar deigið hefur lyft sér er það flatt út, brotið saman (gert tvöfalt)  og skorið út með t.d. skál. Látið lyfta sér í 10 mínútur á plötunni.  Píturnar eru spreyjaðar með vatni rétt áður en þær eru settar í ofninn.  Bakaðið við 220° C í miðjum ofninum  í ca. 7-10  mínútur.  Fylgist með og takið þær út þið sjáið að þær eru byrjaðar að taka á sig lit.

Pítusósa:

Sýrður rjómi

Provencale krydd

Á milli:

Kál, tómatar, gúrka, parika, skinka, ostur.

 

Sniðugt að nota skál til að móta hæfilega stóra hringi.

Hjálparsveinninn minn sem elskar að vera með mér í eldhúsinu!!

Finnst skipta miklu máli að vera með gott kökukefli. Þetta tiltekna er algjör draumur, langt og slétt og svo meðfærilegt í notkunn.

Vatni spreyjað yfir píturnar til að fá fallegra útlit og stökkari pítur.

Alltaf gott að fá smakk þegar maður er búinn að vera duglegur að baka.

 

20 comments
  1. Vá hvað þetta er flott hjá ykkur 🙂 ætla sko að prufa þetta mér finnst pítubrauð sem að maður kaupir út í búð óæt 🙂 Hildur þú getur fengið þetta krydd í Bónus

  2. úff ég gæti lifað á pítum þannig að ég ætla sko að prófa þetta sem fyrst! En provencale krydd er frá Knorr og fæst í flestum búðum held ég!

  3. Vá ég prufaði þessar pítur í gær og þær eru bara geðveikt góðar. Ég mun sko aldrei kaupa aftur pítubrauð.

  4. Hvað geta komið margar Pítur út úr einu deigi (uppskriftinni)
    Þar nefnilega að margfaldanna

  5. nammmm ætla að prufa þessa :)))) en ætli það sé hægt að grilla brauðið í staðinn fyrir að baka það og nota kannski brúnt hveiti í uppskriftina?

  6. Sælar, hef ekki prófað það en var einmitt að hugsa um að gera það í kvöld og sjá hvernig það kemur út. Annars finnst mér æði að baka þær í ofni

  7. Grillaði tvær pítur áðan og þær heppnuðust mjög vel og voru gómsætar á bragðið. Setti þær á sérstaka pítsugrillpönnu og hitaði píturnar þeim megin sem hitinn var ekki.

  8. Frábær uppskrift, heppnaðist mjög vel, urðu svolítið litlar hjá mér þannig að ég skar buffin í tvennt ; ) Mæli með þessu miklu betra en þessi frosnum. Mér finnst þetta alveg ferlega góð síða hjá ykkur : )

  9. Það komu 9 lítil pítubrauð út úr þessu hjá mér, gerði síðan pizzu úr restinni á ca 1/2 ofnskúffu.

  10. Ég ætla svo sannarlega að prófa þetta.
    Spurning um að setja heilhveiti í píturnar?

    Býrðu smjörpappírspokana til eða er hægt að kaupa þá?

  11. Það er hægt að móta kaffi poka i staðinn fyrr þessa smörpappirspoka. Eg nota mikið kaffipokana þegar eg er td með heimagerða hamborgara eða fahitas þar sem það er vist oft erfitt fyrir litlar hendur að halda þessu öllu saman 😉 en hlakka mikið til að prufa þessa uppskrift þar sem það er erfitt að fá góð pitubrauð her i danaveldinu

  12. Prófaði þessi pítubrauð í gær og þau vöktu sko lukku! Sonur okkar vildi bjóða vini sínum, 7 ára, í mat. Hann hafði á orði að þetta væru bestu pítur sem hann hefði smakkað. Og svo fékk ég skilaboð frá mömmu hans sama efnis 🙂 Mér fannst þær alveg svakalega góðar.
    Hins vegar ætla ég að prófa að blanda þau með heilhveiti eða spelti þegar ég hef bakað þau nokkru sinnum. Ég veit samt ekki mikið um spelt, hef heyrt að það lyfti sér ekki mjög vel.
    Kærar þakkir fyrir að hafa áhuga og nennu til að deila með okkur hinum þessum frábæru uppskiftum 🙂

  13. Almennt með pitur: Ég hita skinku (eða mér finnst lúxusskinka frá Ali allra best) á pönnu, sný henni við og set ost ofan á, leyfi honum að bráðna og skelli þessu svo í pítuna 🙂

  14. Þegar þu fletur út deigið brýtur þú þá saman og gerir tvöfalt deig eins og þú ert að gera hálfmáma

  15. Það passar, deigið er flatt út og síðan gert tvöfalt með því að leggja það saman eins og þegar hálfmánar eru gerðir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts