Skoða

Pollapönk trommukaka

ponk

Áfram Ísland

Það er gaman að leika sér með sykurmassann. Um að gera að hafa þetta auðvelt og skemmtilegt.

Hér er sykurmassakaka sem myndi sóma sér í Pollapönkpartýinu.

Uppskrift: 

3 x 22 eða 28 cm súkkulaðibotnar sem bakaðir eru úr 2 pökkum af Betty Crocker djöflakökumixi.

Smjörkrem sett á milli: 

500 g  smjör
400 g Dan Sukker flórsykur
2 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp

Aðferð:

Þeytið saman smjör og flórsykur þar til það verður létt og ljóst, bætið kakói útí og hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.

Kakan er síðan skreytt með sykurmassa. Hægt að kaupa tilbúinn út úr búð í mörgum litum hjá Allt í köku eða Hagkaup.

pollaponk3 pollaponk4

 

 

Related Posts