Það er hrikalega gaman að gera skemmtilegar útfærslur af kökupinnum. Hér er ég búin að skera út kökupinnadeig með fiðrildamóti og hjúpa með hvítu súkkulaði sem ég síðan spreyjaði með bleiku perluspreyi. Fiðrildakökupinninn er síðan skreyttur með marglitum sykurperlum. Gæti ekki verið einfaldara.
rosa flott kaka
Hvar fær maður pinnana í þetta?
Hér er hægt að fá pinnana í þetta : http://vefverslun.mommur.is/category/products/category_id/294